Snap var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á listanum fyrir nokkrum vikum síðan og hefur hægt og rólega klifið listann síðan þá. Það hafnaði tuttugasta sæti á lokakvöldi Eurovision í Torino en hefur þó í kjölfarið náð miklum vinsældum víða um heiminn.
Í lok ágúst komst Rosa Linn á bandaríska vinsældarlistann Billboard Hot 100 sem er talinn einn stærsti lagalisti heims en lagið sat í 97. sæti fyrstu vikuna sína þar.
Britney Spears og Elton John sitja stöðug í fyrsta sæti listans aðra vikuna í röð með lagið Hold Me Closer. Lagið, sem kom út í lok ágúst, hefur náð miklum vinsældum um allan heim og er með um 75 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. David Guetta og Bebe Rexha skipa annað sæti listans með lagið I’m Good (Blue) og Bríet situr í þriðja sæti með ábreiðu sína af laginu Dýrð í dauðaþögn.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá 14:00-16:00 á FM957.
Lög íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: