Mannréttindaráðið hafnar að ræða brot Kínverja á úígúrum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 23:46 Chen Xu, fastafulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Hann varaði aðildarríki mannréttindaráðsins við því að greiða atkvæði með tillögunni. Vísir/EPA Meirihluti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafnaði tillögu vestrænna ríkja um að ræða ætluð mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda á úígúrum og öðrum múslimum í Xinjiang-héraði. Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu ráðsins sem það hafnar tillögu af þessu tagi. Bandaríkin, Kanada og Bretland voru á meðal þeirra ríkja sem báru tillöguna upp. Nítján ríki greiddu atkvæði gegn því að ræða málið en sautján með. Ellefu sátu hjá, þar á meðal Úkraína. Ríki eins og Katar, Indónesía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Pakistan greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Pakistans sagðist síðar ekki hafa viljað styggja Kínverja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mörg þróunarríki eru sögð hafa verið í þröngri stöðu þar sem þau vilja ekki tefla kínverskri fjárfestingu í tvísýnu. Önnur hafi ekki viljað draga athygli að stöðu mannréttindamála hjá þeim sjálfum. Fulltrúi Kína hafði hótað því fyrir atkvæðagreiðsluna að tillagan skapaði fordæmi til að skoða mannréttindamál annarra ríkja. Þetta var í fyrsta skipti sem tillaga var uppi um að skoða mannréttindamál í Kína hjá ráðinu. „Í dag er það Kína sem er skotmarkið. Á morgun gæti það verið hvaða þróunarríki sem er,“ sagði Chen Xu, fulltrúi Kína í ráðinu. Ráðið hafnaði tillögunni þrátt fyrir að niðurstöður þess eigin skýrslu sem var birt eftir miklar tafir í lok ágúst hafi verið þær að alvarleg mannréttindabrot væru framin í Xinjiang, þar á meðal einhver sem gætu talist glæpir gegn mannkyninu. Vísbendingar hafa komið fram um að kínversk stjórnvöld neyði úígúra, þjóðarbrot sem er múslimatrúar, í svokallað endurmenntunarbúðir þar sem fólk er látið vinna nauðgunarvinnu og sætir innrætingu. Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Kína Tengdar fréttir SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Bandaríkin, Kanada og Bretland voru á meðal þeirra ríkja sem báru tillöguna upp. Nítján ríki greiddu atkvæði gegn því að ræða málið en sautján með. Ellefu sátu hjá, þar á meðal Úkraína. Ríki eins og Katar, Indónesía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Pakistan greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Pakistans sagðist síðar ekki hafa viljað styggja Kínverja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mörg þróunarríki eru sögð hafa verið í þröngri stöðu þar sem þau vilja ekki tefla kínverskri fjárfestingu í tvísýnu. Önnur hafi ekki viljað draga athygli að stöðu mannréttindamála hjá þeim sjálfum. Fulltrúi Kína hafði hótað því fyrir atkvæðagreiðsluna að tillagan skapaði fordæmi til að skoða mannréttindamál annarra ríkja. Þetta var í fyrsta skipti sem tillaga var uppi um að skoða mannréttindamál í Kína hjá ráðinu. „Í dag er það Kína sem er skotmarkið. Á morgun gæti það verið hvaða þróunarríki sem er,“ sagði Chen Xu, fulltrúi Kína í ráðinu. Ráðið hafnaði tillögunni þrátt fyrir að niðurstöður þess eigin skýrslu sem var birt eftir miklar tafir í lok ágúst hafi verið þær að alvarleg mannréttindabrot væru framin í Xinjiang, þar á meðal einhver sem gætu talist glæpir gegn mannkyninu. Vísbendingar hafa komið fram um að kínversk stjórnvöld neyði úígúra, þjóðarbrot sem er múslimatrúar, í svokallað endurmenntunarbúðir þar sem fólk er látið vinna nauðgunarvinnu og sætir innrætingu.
Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Kína Tengdar fréttir SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. 1. september 2022 07:48
Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51