Söngkonan, sem vann meðal annars til Grammy-verðlauna á ferli sínum, lést í Blanchard í Oklahoma í gærmorgun eftir áralanga baráttu við Parkinson að því er segir í frétt Reuters.
Miller fæddist í Phoenix í Arizona árið 1941 og skrifaði undir plötusamning hjá Capitol Records árið 1962. Hún gaf út sína fyrstu þjóðlagaplötu, Wednesday’s Child is Full of Woe, ári síðar.
Miller sló í gegn þegar hún gaf út kántrípoppslagarann Queen of the House árið 1965 og vann hún meðal annars til Grammy-verðlauna fyrir lagið. Þá seldist platan Home of the Brave einnig í bílförnum, þrátt fyrir að hafa verð á bannlista margra útvarpsstöðva á þessum tíma.
Meðal annarra laga Miller sem nutu vinsælda má nefna lög á borð við He's So Fine, Baby I’m Yours og There’s a Party Goin’ On.
Miller hætti að mestu söngferli sínum snemma á níunda áratugnum.