Fékk íslenskt nafn og ævintýralega fæðingarsögu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 23:00 Snáðinn steinsvaf þegar fréttastofa leit við á fæðingardeildinni í dag. Einn daginn fær hann að heimsækja Ísland á ný. Annað er varla í boði þegar maður ber íslenskt millinafn. vísir/einar Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn. Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle. Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle.
Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira