Einangraður einræðisherra sjötugur í dag Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2022 19:33 Það horfir ekki vel fyrir Vladimir Putin Rússlandsforseta sjötugum og Sergei Shoigu varnarmálaráðherra hans í Úkraínu. Hermenn þeirr hafa skilið eftir sig dauða og eyðileggingu alls staðar sem þeir hafa verið. AP/Sergei Savostyanov Lík fimm hundruð þrjátíu og fjögurra, þar af nítján barna, hafa fundist í fjöldagröf á nýfrelsuðum svæðum í Kharkiv héraði í Úkraínu. Einnig hafa fundist rúmlega tuttugu staðir þar sem greinilegt er að rússneska hernámsliðið hafði stundað pyndingar á fólki. Leiðtogar Evrópusambandsins ræddu orkukreppu Evrópu vegna stríðsins í dag. Hópur rússneskra ríkisborgara, búsettur á Íslandi, stóð fyrir mótmælagjörningi í tilefni sjötugsafmælis Pútins Rússlandsforseta fyrir utan sendiráð Rússlands við Túngötu í dag. Hluti rússnesku ríkisborgaranna sem búa hér á landi og skipulögðu mótmælagjörninginn við sendiráð Rússlands í dag.Sveinn Rúnar Sigurðsson Átta Rússar lögðust í líkpokum á stéttina fyrir framan sendiráðið til að minna afmælisbarnið á afleiðingar ólöglegrar innrásar herja hans í Úkraínu. Við líkpokana var lagður stærðarinnar táknrænn flugfarseðill fyrir Pútin aðra leið frá Moskvu til Haag þar sem Alþjóðaglæpadómstóllinn er til húsa. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá mótmælunum. Vladimir Putin sem er sjötugur í dag hefur verið við völd í Rússlandi í tuttugu og tvö ár. Fyrst sem forseti í tvö kjörtímabil frá 2000 til 2008, forsætisráðherra frá 2008 til 2012 þegar hann tók á ný við forsetaembættinu eftir víðtækt kosningasvindl að margra mati. Innrás Putins í Úkraínu má rekja til heimsmyndar hans og það áfall sem hann varð fyrir sem KGB njósnari í Dresden í Þýskalandi þegar Sovétríkin féllu 1991. Þetta sagði hann í ávarpi til rússneska þingsins hinn 25. Apríl árið 2005. „Í fyrsta lagi verðum við að viðurkenna að hrun Sovétríkjanna var mesta landfræðipólitíska stórslys aldarinnar. Og fyrir rússnesku þjóðina var þetta raunverulegur harmleikur.“ Aðalafsökun Putins fyrir ólöglegri innrás í Úkraínu er ekki lengur að afnasistavæða Úkraínu og frelsa ofsótta rússneskumælandi íbúa landsins. Nú er hann nánast kominn í heilagt stríð gegn Bandaríkjunum og NATO sem hann segir vilja sundra rússneska sambandsríkinu.AP/Mikhail Klimentyev Putin hefur lýst árunum eftir hrun Sovétríkjanna þegar Boris Yeltsin og stjórn hans reyndu að koma á lýðræði í Rússlandi sem algjöru niðurlægingartímabili þar sem Vesturlönd hafi haft Rússland að leiksoppi. Fyrst í stað reyndi Putin að halda uppi jákvæðum samskiptum við Vesturlönd en harðlínustefna hans og ofsóknir gegn andstæðingum hans ásamt vaxandi stórveldisdraumum spilltu því sambandi fljótlega og algerlega eftir forsetakosningarnar 2012. Eftir þær kosningar brutust út fjölmennustu mótmæli í Rússlandi frá valdaránstilraun harðlínukommúnista árið 1991, sem Putin lét að lokum berja niður. Síðan þá hefur hann enn hert tökin á pólitískum andstæðingum og ýmist látið handtaka þá eða koma þeim fyrir kattarnef og lokað á alla frjálsa fjölmiðlun í Rússlandi. Nú eru hersveitir afmælisbarnsins á undanhaldi víðast hvar í Úkraínu eftir mikið mannfall sem Putin reynir að fylla upp í með herkvaðningu 300 þúsund manna. Hann segir stríðið ekki lengur snúast um frelsun Úkraínu undan nasisma. Rússar væru að verjast innrás Bandaríkjamanna og NATO sem vildu sundra rússneska sambandsríkinu. Talið er að um 200 þúsund ungir menn hafi flúið Rússland eftir herkvaðninguna. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu í Prag í Tékklandi í dag þar sem þeir hétu Úkraínu auknum hernaðar- og fjárstuðningi. Þeir náðu hins vegar ekki saman um tillögu að því að hámarksverð verði sett á jarðgas.AP/Petr David Josek Gríðarlegur stuðningur Vesturlanda við Úkraínu kom Putin á óvart sem og mikið baráttuþrek Úkraínumanna. Rússneski herinn hefur reynst illa skipulagður og hergögn hans úrelt og oft í slæmu ástandi og baráttuþrekið virðist lítið. Bandaríkin, Bretland og margar aðrar þjóðir hafa dælt hergögnum og fjármunum til Úkraínu. Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu aukin stuðning og hertari refsiaðgerðir í dag. Þeir funduðu einnig um aðgerðir til að bregðast við tilraunum Putins til að ráðskast með og kúga Evrópu til að láta af refsiaðgerðum gegn Rússlandi með því að skrúfa fyrir gasflutninga sem hefur leitt til mikillar hækkunar á orkuverði. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir mikilvægt að ná saman um aðgerðir til að frelsa Evrópu undan kúgun Putins í orkumálum.AP/Petr David Josek Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu hafa náð að birgja sig upp af gasi og þannig komið upp fyrstu varnarlínunni gagnvart kúgun Putins fyrir veturinn. Samningar hefðu verið gerðir um gaskaup af Norðmönnum og Bandaríkjunum. „Nú er kominn tími til að ræða hvernig við getum dregið úr hækkunum á orkuverði og stjórnun Pútíns á orkuverðinu,“ sagði von der Leyen. Leiðtogarnir komust ekki að niðurstöðu í dag en þeir funda áfram á morgun. Fimmtán ríki sambandsins vilja setja þak verðið á gasi en Þjóðverjar og Danir leggjast gegn því af ótta við að erfiðlega geti þá gengið að útvega gas. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Úkraína Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Lausir úr skotgröfunum og vilja ekki leyfa Rússum að ná áttum Eftir að hafa að mestu setið fastir í skotgröfum um mánaða skeið meðan Rússar létu sprengjum rigna yfir þá, keppast úkraínskir hermenn nú við að gera gagnárásir á Rússa. Þeim hefur nokkrum sinnum tekist að stökkva Rússum á flótta sem á undanhaldinu hafa skilið eftir sig mikið magn þungavopna og annarra hergagna sem Úkraínumenn hafa notað í átökunum. 7. október 2022 16:50 Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga. 7. október 2022 11:49 Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hópur rússneskra ríkisborgara, búsettur á Íslandi, stóð fyrir mótmælagjörningi í tilefni sjötugsafmælis Pútins Rússlandsforseta fyrir utan sendiráð Rússlands við Túngötu í dag. Hluti rússnesku ríkisborgaranna sem búa hér á landi og skipulögðu mótmælagjörninginn við sendiráð Rússlands í dag.Sveinn Rúnar Sigurðsson Átta Rússar lögðust í líkpokum á stéttina fyrir framan sendiráðið til að minna afmælisbarnið á afleiðingar ólöglegrar innrásar herja hans í Úkraínu. Við líkpokana var lagður stærðarinnar táknrænn flugfarseðill fyrir Pútin aðra leið frá Moskvu til Haag þar sem Alþjóðaglæpadómstóllinn er til húsa. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá mótmælunum. Vladimir Putin sem er sjötugur í dag hefur verið við völd í Rússlandi í tuttugu og tvö ár. Fyrst sem forseti í tvö kjörtímabil frá 2000 til 2008, forsætisráðherra frá 2008 til 2012 þegar hann tók á ný við forsetaembættinu eftir víðtækt kosningasvindl að margra mati. Innrás Putins í Úkraínu má rekja til heimsmyndar hans og það áfall sem hann varð fyrir sem KGB njósnari í Dresden í Þýskalandi þegar Sovétríkin féllu 1991. Þetta sagði hann í ávarpi til rússneska þingsins hinn 25. Apríl árið 2005. „Í fyrsta lagi verðum við að viðurkenna að hrun Sovétríkjanna var mesta landfræðipólitíska stórslys aldarinnar. Og fyrir rússnesku þjóðina var þetta raunverulegur harmleikur.“ Aðalafsökun Putins fyrir ólöglegri innrás í Úkraínu er ekki lengur að afnasistavæða Úkraínu og frelsa ofsótta rússneskumælandi íbúa landsins. Nú er hann nánast kominn í heilagt stríð gegn Bandaríkjunum og NATO sem hann segir vilja sundra rússneska sambandsríkinu.AP/Mikhail Klimentyev Putin hefur lýst árunum eftir hrun Sovétríkjanna þegar Boris Yeltsin og stjórn hans reyndu að koma á lýðræði í Rússlandi sem algjöru niðurlægingartímabili þar sem Vesturlönd hafi haft Rússland að leiksoppi. Fyrst í stað reyndi Putin að halda uppi jákvæðum samskiptum við Vesturlönd en harðlínustefna hans og ofsóknir gegn andstæðingum hans ásamt vaxandi stórveldisdraumum spilltu því sambandi fljótlega og algerlega eftir forsetakosningarnar 2012. Eftir þær kosningar brutust út fjölmennustu mótmæli í Rússlandi frá valdaránstilraun harðlínukommúnista árið 1991, sem Putin lét að lokum berja niður. Síðan þá hefur hann enn hert tökin á pólitískum andstæðingum og ýmist látið handtaka þá eða koma þeim fyrir kattarnef og lokað á alla frjálsa fjölmiðlun í Rússlandi. Nú eru hersveitir afmælisbarnsins á undanhaldi víðast hvar í Úkraínu eftir mikið mannfall sem Putin reynir að fylla upp í með herkvaðningu 300 þúsund manna. Hann segir stríðið ekki lengur snúast um frelsun Úkraínu undan nasisma. Rússar væru að verjast innrás Bandaríkjamanna og NATO sem vildu sundra rússneska sambandsríkinu. Talið er að um 200 þúsund ungir menn hafi flúið Rússland eftir herkvaðninguna. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu í Prag í Tékklandi í dag þar sem þeir hétu Úkraínu auknum hernaðar- og fjárstuðningi. Þeir náðu hins vegar ekki saman um tillögu að því að hámarksverð verði sett á jarðgas.AP/Petr David Josek Gríðarlegur stuðningur Vesturlanda við Úkraínu kom Putin á óvart sem og mikið baráttuþrek Úkraínumanna. Rússneski herinn hefur reynst illa skipulagður og hergögn hans úrelt og oft í slæmu ástandi og baráttuþrekið virðist lítið. Bandaríkin, Bretland og margar aðrar þjóðir hafa dælt hergögnum og fjármunum til Úkraínu. Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu aukin stuðning og hertari refsiaðgerðir í dag. Þeir funduðu einnig um aðgerðir til að bregðast við tilraunum Putins til að ráðskast með og kúga Evrópu til að láta af refsiaðgerðum gegn Rússlandi með því að skrúfa fyrir gasflutninga sem hefur leitt til mikillar hækkunar á orkuverði. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir mikilvægt að ná saman um aðgerðir til að frelsa Evrópu undan kúgun Putins í orkumálum.AP/Petr David Josek Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir Evrópu hafa náð að birgja sig upp af gasi og þannig komið upp fyrstu varnarlínunni gagnvart kúgun Putins fyrir veturinn. Samningar hefðu verið gerðir um gaskaup af Norðmönnum og Bandaríkjunum. „Nú er kominn tími til að ræða hvernig við getum dregið úr hækkunum á orkuverði og stjórnun Pútíns á orkuverðinu,“ sagði von der Leyen. Leiðtogarnir komust ekki að niðurstöðu í dag en þeir funda áfram á morgun. Fimmtán ríki sambandsins vilja setja þak verðið á gasi en Þjóðverjar og Danir leggjast gegn því af ótta við að erfiðlega geti þá gengið að útvega gas.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Úkraína Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Lausir úr skotgröfunum og vilja ekki leyfa Rússum að ná áttum Eftir að hafa að mestu setið fastir í skotgröfum um mánaða skeið meðan Rússar létu sprengjum rigna yfir þá, keppast úkraínskir hermenn nú við að gera gagnárásir á Rússa. Þeim hefur nokkrum sinnum tekist að stökkva Rússum á flótta sem á undanhaldinu hafa skilið eftir sig mikið magn þungavopna og annarra hergagna sem Úkraínumenn hafa notað í átökunum. 7. október 2022 16:50 Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga. 7. október 2022 11:49 Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Lausir úr skotgröfunum og vilja ekki leyfa Rússum að ná áttum Eftir að hafa að mestu setið fastir í skotgröfum um mánaða skeið meðan Rússar létu sprengjum rigna yfir þá, keppast úkraínskir hermenn nú við að gera gagnárásir á Rússa. Þeim hefur nokkrum sinnum tekist að stökkva Rússum á flótta sem á undanhaldinu hafa skilið eftir sig mikið magn þungavopna og annarra hergagna sem Úkraínumenn hafa notað í átökunum. 7. október 2022 16:50
Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga. 7. október 2022 11:49
Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7. október 2022 09:06