Albert var á sínum stað í byrjunarliði Genoa og lék allan leikinn úti á vinstri kanti. Þrátt fyrir nokkra yfirburði heimamanna í Genoa í leiknum tókst liðinu ekki að finna netmöskvana og niðurstaðan því markalaust jafntefli.
Albert og félagar sitja því í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig eftir átta leiki, en liðin í fyrsta til fjórða sæti eru öll jöfn að stigum. Hin liðin þrjú eiga þó öll einn leik til góða á Albert og félaga og Genoa gæti því setið í fjórða sæti að umferðinni lokinni.
⌛️| FULL TIME |⌛️
— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 7, 2022
Termina in parità al Ferraris. Forza Genoa💪
🔴🔵 #GenoaCagliari 0️⃣-0️⃣ pic.twitter.com/ep0EOnqL4l