Handbolti

Unnur: Svörum vel í seinni hálfleik

Árni Gísli Magnússon skrifar
Unnur Ómarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir KA/Þór í kvöld.
Unnur Ómarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir KA/Þór í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Unnur Ómarsdóttir skoraði fjögur mörk þegar KA/Þór gerði 20-20 jafntefli við Makedónsku meistaranna í Gjorche Petrov í fyrri leik liðanna Evrópubikar kvenna í KA-heimilinu í kvöld en liðin mætast öðru sinni í KA-heimilinu annað kvöld.

„Rosa kaflaskiptur leikur. Við byrjum ógeðslega vel en svo kom bara 15 mínútna kafla þar sem ég held að við skorum eitt mark og við fórum bara alveg í lás og þær voru rosa aggressívar. Við hættum að sækja á markið en við komum vel til baka í seinni hálfleik og góð stemming og flottir áhorfendur þannig mér fannst við sýna karakter í seinni.”

KA/Þór skorað ekki mark í 14 mínútur frá 20. mínútu fyrri hálfleiks og inn í seinni hálfleikinn og misstu stöðuna úr því að vera 7-6 yfir í að lenda 12-7 undir. Hvað skeði á þessum kafla?

„Ég held bara að af því þær voru svo ógeðslega aggressívar að það kom smá hik og þá einhvernveginn var auðveldara að tapa boltanum. Við erum líka bara með nýtt lið og þekkjum ekki alveg hvor aðra þannig það er erfitt allt í einu í einhverjum pressu leik að setja upp eitthvað kerfi og við höfum ekki einu sinni æft það þannig að mér fannst við svara þessu vel allavega í seinni hálfleik.”

Unnur spilar yfirleitt sem hornamaður en spilaði einnig fyrir utan í dag þar sem það vantar m.a. Rut Jónsdóttur vegna meiðsla sem er jafnan besti leikmaður liðsins.

„Bara fínt sko, gaman að koma aðeins fyrir utan en ekki vera þar allan tímann, það er fínt að koma aðeins fyrir utan, ég hef alveg gaman að því.”

Unnur segir að það sé aðeins öðruvísi að spila við makedónska liðið heldur en þau íslensku en nokkrir leikmenn liðsins eru nokkuð hávaxnar.

„Þær voru ekki mikið að keyra fannst mér. Mér fannst við allavega eiga auðveldara að keyra til baka. Þær voru með hörku skyttu fyrir utan og bara flott lið.”

„Ég held við bara rúllum og horfum á eitthvað video á morgun. Við náttúrulega misstum tvær upp á sjúkrahús og hópurinn var ekki breiður fyrir þannig við verðum að sjá hvort einhverjar úr fjórða flokki nái að koma með okkur”, sagði Unnur að lokum létt í bragði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×