Regnbogahátíð í Mýrdalnum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2022 12:16 Íbúar Mýrdalshrepps og gestir þeirra hafa meira en nóg að gera við að sækja alla viðburði hátíðarinnar. Aðsend Það iðar allt af lífi í Vík í Mýrdal og í sveitunum þar í kring um helgina því Regnbogahátíð fer þar fram um helgina. Um er að ræða menningarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna. Regnbogahátíðin er nú haldin í sextánda sinn en hún er alltaf haldin að hausti þegar aðrar bæjarhátíðir í landinu eru búnar. Hátíðin hófst á miðvikudaginn og lýkur síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar. “Það er ýmislegt í gangi og hér liggur fegurðin í fjölbreytileikanum. Við erum svo heppin hér í Mýrdalshreppi að vera mjög fjölbreytt samfélag og það kemur mjög sterkt í gegn í Regnboganum,” segir Harpa Elín og bætir við. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt.Aðsend “Þetta er mjög mikið hátíð Mýrdælinga því fólk er að taka virkan þátt. Það er verið að skreyta húsin og að er verið að bjóða í opin hús þar sem fólk er að sýna hvað það er að gera heima fyrir og svo eru líka tónleikar, klassískir, popp og allskonar.” Í gærkvöldi var alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu, sem er einn af hápunktum hátíðarinnar og í dag er fjölbreytt dagskrá eins og Regnbogamarkaðurinn í Leikskálum og fjölbreytt barnadagskrá verður í gangi. “Og svo er það hann Skaftfellingur en við erum náttúrulega með það merka skip hjá okkur í Skaftfellingsskemmu, mikil stjarna hérna hjá okkur. Nú ætlum við að halda svolítið upp á það skip því það á mikla og merkileg sögu og akkúrat í ár eru 80 ár frá því að þeir á skipinu björguðu þýskum hermönnum í kafbát í seinni heimsstyrjöldinni," segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar.Aðsend Í kvöld verður Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Vík og í kjölfarið verður haldið ball með hljómsveitinni nítján hundruð, sem er með miklar Mýrdælskarrætur. Í fyrramálið verður síðan hátíðarmessa í Víkurkirkju og kaffi á eftir og síðdegis mættir KK í kirkjuna með tónleika, sem verður síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar 2022. Hér má sjá dagskrá Regnbogahátíðarinnar, sem allir eru velkomnir á. Eitt af atriðum hátíðarinnar.Aðsend Mýrdalshreppur Menning Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Regnbogahátíðin er nú haldin í sextánda sinn en hún er alltaf haldin að hausti þegar aðrar bæjarhátíðir í landinu eru búnar. Hátíðin hófst á miðvikudaginn og lýkur síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar. “Það er ýmislegt í gangi og hér liggur fegurðin í fjölbreytileikanum. Við erum svo heppin hér í Mýrdalshreppi að vera mjög fjölbreytt samfélag og það kemur mjög sterkt í gegn í Regnboganum,” segir Harpa Elín og bætir við. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt.Aðsend “Þetta er mjög mikið hátíð Mýrdælinga því fólk er að taka virkan þátt. Það er verið að skreyta húsin og að er verið að bjóða í opin hús þar sem fólk er að sýna hvað það er að gera heima fyrir og svo eru líka tónleikar, klassískir, popp og allskonar.” Í gærkvöldi var alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu, sem er einn af hápunktum hátíðarinnar og í dag er fjölbreytt dagskrá eins og Regnbogamarkaðurinn í Leikskálum og fjölbreytt barnadagskrá verður í gangi. “Og svo er það hann Skaftfellingur en við erum náttúrulega með það merka skip hjá okkur í Skaftfellingsskemmu, mikil stjarna hérna hjá okkur. Nú ætlum við að halda svolítið upp á það skip því það á mikla og merkileg sögu og akkúrat í ár eru 80 ár frá því að þeir á skipinu björguðu þýskum hermönnum í kafbát í seinni heimsstyrjöldinni," segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar.Aðsend Í kvöld verður Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Vík og í kjölfarið verður haldið ball með hljómsveitinni nítján hundruð, sem er með miklar Mýrdælskarrætur. Í fyrramálið verður síðan hátíðarmessa í Víkurkirkju og kaffi á eftir og síðdegis mættir KK í kirkjuna með tónleika, sem verður síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar 2022. Hér má sjá dagskrá Regnbogahátíðarinnar, sem allir eru velkomnir á. Eitt af atriðum hátíðarinnar.Aðsend
Mýrdalshreppur Menning Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira