Erlent

Börn meðal tíu látinna eftir sprengingu á Ír­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengingin var gríðarlega öflug.
Sprengingin var gríðarlega öflug. PA/Brian Lawless

Tíu létust í sprengingu sem varð á bensínstöð í Donegal á Írlandi í gær. Barn og ungmenni eru meðal látinna. Forsætisráðherra segir þjóðina í sárum.

Sprengingin varð í bænum Creeslough síðdegis í gær. Guardian greinir frá því að sprengingin hafi verið svo öflug að hún hafi rifið í sig bensínstöðvarhúsið og nærliggjandi byggingar. Rannsókn er yfirstandandi en tilgáta lögreglu er að gasleki hafi valdið sprengingunni.

Viðbragðsaðilar hafa leitað af sér allan grun í rústum bensínstöðvarinnar í dag en talið er að búið sé að finna alla sem var saknað. Stúlka á grunnskólaaldri og tvö ungmenni eru meðal þeirra sem létust.

Í nótt voru leitarhundar notaðir og á einum tímapunkti í gærkvöldi var slökkt á öllum vélum og almenningi, sem fylgdist með, var sagt að hafa hljótt svo hægt væri að hlusta eftir fólki.

Michaél Martin forsætisráðherra Írlands sagði í yfirlýsingu á vettvangi í dag að þjóðin væri í sárum. Hann þakkaði viðbragðsaðilum fyrir að hafa staðið sig vel í hræðilegum aðstæðum.


Tengdar fréttir

Sjö létust í sprengingu á Írlandi

Minnst sjö eru látnir eftir að sprenging varð á bensínstöð í Donegal á Írlandi. Átta til viðbótar liggjá á sjúkrahúsi vegna sára sem þeir hlutu í sprengingunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×