Senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2022 07:54 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Getty/Katkova Rússar hyggjast senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni í dag. Brúin varð fyrir kraftmikilli sprengingu í gærmorgun og hluti hennar féll í sundið. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann viðmeginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa fagnað sprengingunni og í gærmorgun mátti heyra íbúa Kænugarðs hrópa húrra fyrir skemmdarverkunum sem voru unnin á brúnni. Úkraínskir embættismenn hafa ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni en hafa ekki lýst því yfir opinberlega. Rússar hafa þá ekki sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð. Varaforsætisráðherra Rússlands Marat Khusnullin sagði í gærkvöldi að kafarar muni hefja störf núna í morgunsárið til að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á burðarstólpum brúarinnar. Þá verður ástand hennar auk þess rannsakað ofansjávar og á verkið að klárast í dag. Listamenn í Kænugarði voru ekki lengi að taka sig til og gera þessa tillögu að frímerki, með mynd af Kerch brúnni að springa.Getty/Ed Ram Að sögn Khusnullin eru mánaðareldsneytisbirgðir á Krímskaga og tveggja vikna matarbirgðir. Þá hefur varnarmálaráðherra Rússlands lýst því yfir að hægt sé að koma birgðum til hersveitanna í suðurhluta Rússlands land- og sjóleiðina. Rússland hernam Krímskaga árið 2014 en brúin, sem tengir Krímskaga við Rússland, var tekin í notkun árið 2018. Allt bendir til að bifreið, sem var að fara yfir brúna, hafi sprungið og hafi verið svo nálægt lestarvögnum, sem innihéldu eldsneyti, að eldur hafi borist í þá og eldsneytið orðið til stærri sprenginga og meiri skemmda. Rússar lýstu því yfir í gær að þrír hafi fallið í sprengingunni. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær aukið eftirlit og vernd fyrir brúna og þá innviði sem tryggja flutning rafmagns og gas til rímskagans. Þá fyrirskipaði hann að sprengingin yrði rannsökuð. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54 Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Úkraínumenn hafa fagnað sprengingunni og í gærmorgun mátti heyra íbúa Kænugarðs hrópa húrra fyrir skemmdarverkunum sem voru unnin á brúnni. Úkraínskir embættismenn hafa ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni en hafa ekki lýst því yfir opinberlega. Rússar hafa þá ekki sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð. Varaforsætisráðherra Rússlands Marat Khusnullin sagði í gærkvöldi að kafarar muni hefja störf núna í morgunsárið til að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á burðarstólpum brúarinnar. Þá verður ástand hennar auk þess rannsakað ofansjávar og á verkið að klárast í dag. Listamenn í Kænugarði voru ekki lengi að taka sig til og gera þessa tillögu að frímerki, með mynd af Kerch brúnni að springa.Getty/Ed Ram Að sögn Khusnullin eru mánaðareldsneytisbirgðir á Krímskaga og tveggja vikna matarbirgðir. Þá hefur varnarmálaráðherra Rússlands lýst því yfir að hægt sé að koma birgðum til hersveitanna í suðurhluta Rússlands land- og sjóleiðina. Rússland hernam Krímskaga árið 2014 en brúin, sem tengir Krímskaga við Rússland, var tekin í notkun árið 2018. Allt bendir til að bifreið, sem var að fara yfir brúna, hafi sprungið og hafi verið svo nálægt lestarvögnum, sem innihéldu eldsneyti, að eldur hafi borist í þá og eldsneytið orðið til stærri sprenginga og meiri skemmda. Rússar lýstu því yfir í gær að þrír hafi fallið í sprengingunni. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær aukið eftirlit og vernd fyrir brúna og þá innviði sem tryggja flutning rafmagns og gas til rímskagans. Þá fyrirskipaði hann að sprengingin yrði rannsökuð.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54 Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22
Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54
Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31