„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 11:31 FH-markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson öskrar sína menn áfram í bikarúrslitaleiknum á dögunum en þarna eru með honum þeir Ólafur Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson og Eggert Gunnþór Jónsson Vísir/Hulda Margrét Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Stúkan tók fyrir FH-liðið eftir tapið í Vestmannaeyjum í síðustu umferð en eftir það var það ljóst að fram undan væri þessi leikur upp á líf og dauða á móti Leikni. FH situr í fallsætinu, er einu stigi á eftir Leikni og Skagamenn eru núna bara einu stigi á eftir sigur sinn á Fram um helgina. Leiknir getur því náð fjögurra stiga forskoti á FH með sigri og næstu tveir FH-inga eru á útivelli þar sem liðið hefur enn ekki fagnað sigri í sumar. Guðmundur Benediktsson var í hópi þeirra sem hrósaði FH-liðinu fyrir frammistöðuna í bikarúrslitaleiknum sem liðið tapaði naumlega í framlengingu. Klippa: Stúkan um stöðuna hjá FH-ingum eftir tapið í Eyjum „Alvaran tekur við aftur sem er bara barátta upp á líf og dauða. Þeir horfa upp á liðin í kringum sig, Leikni og ÍA, tapa bæði. Þetta er dauðafæri en enn og aftur ná þeir ekki að kveikja á sér almennilega,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Sagði bara hlutina eins og þeir eru Þorkell Máni Pétursson var ánægður með Sigurvin Ólafsson í viðtalinu eftir leikinn. „Hann sagði bara hlutina eins og þeir eru. Það er ekki hægt að ljúga að sér endalaust: Þetta er alltaf að verða betra, alltaf að verða betra. Það eru bara fjórir leikir eftir,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Stúkunni. „Staðreyndin er sú að næsti leikur er á móti Leikni á heimavelli. Þar hefur FH að vísu gengið vel en ef þeir tapa á móti Leikni á heimavelli þá eru þeir orðnir tveimur leikjum frá því að komast upp úr fallsæti,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta er stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn,“ skaut Gummi Ben inn í. Bjánaleg reglugerð „Þetta er miklu stærri leikur heldur en bikarúrslitaleikurinn. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að búa til einhverja bjánalega reglugerð þarna niðri í Knattspyrnusambandi Íslands sem snýr að því að það er bara eitt lið sem fer upp en síðan fara næstu fjögur lið í eitthvað umspil,“ sagði Þorkell Máni. „Það verður því bara eitt öruggt sæti sem kemst upp úr næstefstu deild á næsta ári. Sem þýðir að þá getur bara hver sem er stolið hinu sætinu,“ sagði Þorkell Máni en liðið sem endar í fimmta sæti í B-deildinni gæti unnið umspilið og komist upp. „Það verður því enginn smá bardagi að reyna að koma sér þarna upp. Það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Þorkell. Hér fyrir ofan má sjá umræðuna um FH-liðið um Stúkunni eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira