Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 21:33 Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmir árásir Rússa. Getty/Somodevilla Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina síðan í júní. Sprengjur lentu í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. Að minnsta kosti 11 létust og á sjöunda tug særðust í eldflaugaárásunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Volodímír Selenskí forseta Úkraínu vegna árásanna og segir Bandaríkjamenn ætla að aðstoða Úkraínu við loftvarnir. Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir dagsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann við meginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði við CNN í dag að hann vissi ekki hver stæði á bak við sprenginguna á Kertsj: „Við munum ekki láta deigan síga. Við munum halda áfram að frelsa landsvæði í Úkraínu hvað sem [Pútín] gerir. Þetta er stríð um sjálfstæði og tilverurétt Úkraínumanna. Þetta er stríð fyrir grundvallarmannréttindum og alþjóðlegum lýðræðisreglum. Pútín má gefa í, hann má reyna, en við munum halda áfram að berjast. Við munum sigra,“ sagði Kuleba. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina síðan í júní. Sprengjur lentu í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. Að minnsta kosti 11 létust og á sjöunda tug særðust í eldflaugaárásunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Volodímír Selenskí forseta Úkraínu vegna árásanna og segir Bandaríkjamenn ætla að aðstoða Úkraínu við loftvarnir. Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir dagsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann við meginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði við CNN í dag að hann vissi ekki hver stæði á bak við sprenginguna á Kertsj: „Við munum ekki láta deigan síga. Við munum halda áfram að frelsa landsvæði í Úkraínu hvað sem [Pútín] gerir. Þetta er stríð um sjálfstæði og tilverurétt Úkraínumanna. Þetta er stríð fyrir grundvallarmannréttindum og alþjóðlegum lýðræðisreglum. Pútín má gefa í, hann má reyna, en við munum halda áfram að berjast. Við munum sigra,“ sagði Kuleba.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55
Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22