Vill gera Freaky Friday 2: „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2022 11:30 Þær Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan léku mæðgurnar Tess og Önnu. Getty/Stephane Cardinale-James Gourley Stórleikkonuna Jamie Lee Curtis langar til þess að gera framhald af vinsælu Disney myndinni Freaky Friday sem hún lék í fyrir um tuttugu árum síðan. Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið