Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 11:01 Stuðst var við myndbandsdómgæslu á EM í sumar þar sem Ísland spilaði. Hér bíður Sandra Sigurðardóttir eftir ákvörðun um vítaspyrnu í leiknum gegn Belgíu, í 1-1 jafnteflinu í fyrsta leik Íslands á mótinu. Getty/James Gill Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. „Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
„Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira