Íhuga að skattleggja beljurop Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 13:59 Makindalegar mjólkurkýr nærri Oxford á Suðureyju Nýja-Sjálands. Kýr losa mikið magn metans þegar þær ropa og nituroxíð þegar þær míga en hvoru tveggja eru gróðurhúsalofttegundir. AP/Mark Baker Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins. Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins.
Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira