Kynning á keppendum: Ætlar að syngja Phil Collins á meðan á hlaupinu stendur Tinni Sveinsson skrifar 12. október 2022 08:00 Birgir, Hildur, Sigurjón, Jón Gunnar og Adam keppa í bakgarðshlaupinu um helgina. Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Í gær voru fyrstu fimm kynntir og á morgun birtum við kynningu á fleiri keppendum. Hildur Aðalsteinsdóttir. Keppandi 10 Hildur Aðalsteinsdóttir er 38 ára félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og tveggja barna móðir. Hildur hefur stundað hlaup frá 2012 og utanvegahlaup frá 2016. Hún hefur nokkrum sinnum rofið 100 kílómetra múrinn og tók þátt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum þar sem hún fór 20 hringi, 134 kílómetra. Hún telur sig reynslumeiri nú og ætlar lengra. Hennar mantra fyrir hlaup er „Ég get náð þeim árangri sem ég stefni á.“ Adam Komorowski. Keppandi 9 Adam Komorowski er 45 ára lagerstjóri í Reykjavík og tveggja barna faðir frá Wałbrzych í Póllandi. Hann byrjaði að hlaupa af krafti fyrir fimm árum og nýtur þess að fara lengra en hann hefur áður gert. Adam stofnaði góðgerðasamtökin Zabiegani's Reykjavík sem hjálpa langveikum börnum. Samtökin hvetja Pólverja sem eru búsettir á Íslandi til að hreyfa sig og láta gott af sér leiða. Adam stefnir á að hafa gaman af hlaupinu og gera eins vel og hann getur. Jón Gunnar Gunnarsson. Keppandi 8 Jón Gunnar Gunnarsson er 29 ára starfsmaður í aðhlynningu frá Kópavogi. Hann hefur stundað hlaup í tvö ár og heillast af andlega hluta hlaupanna. Þegar líkaminn vill gefast upp en hugurinn heldur honum gangandi. Markmið hans um helgina er að halda áfram, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Mantra Jóns fyrir hlaupið er „Hvað ef ég get orðið það sem enginn bjóst við að ég gæti?“ Birgir Sævarsson. Keppandi 7 Birgir Sævarsson er fimmtugur sérfræðingur í upplýsingatækni frá Hafnarfirði. Hann hefur hlaupið í tuttugu ár og einbeitti sér að maraþoni fyrst um sinn. Hann færði sig síðan yfir í utanvegahlaup og hefur klárað nokkur 100 mílna hlaup. Árið 2019 hljóp hann til dæmis 330 kílómetra í Tor des Géants hlaupinu á Ítalíu þar sem hækkunin er einnig 24.000 metrar. Birgir segir bakgarðshlaupin vera póker hlaupanna, allir eiga möguleika á því að standa síðastir. Hann segist ætla að hlaupa eins og gullfiskur, einbeita sér að einum hring í einu, þar til hann er eini fiskurinn í tjörninni. Í stað þess að vera með möntru fyrir hlaupið segist hann tengja við Phil Collins lagið One More Night og ætlar að syngja með sjálfum sér „Einn hring enn“. Sigurjón Ernir Sturluson. Keppandi 6 Sigurjón Ernir Sturluson er 32 ára fjölskyldufaðir úr Hvalfjarðasveit. Hann er aðalþjálfari og einn eigenda æfingastöðvarinnar UltraForm í Grafarholti. Hann hefur stundað hlaup frá fimmtán ára aldri og er einn hraðasti hlaupari landsins. Sigurjón hefur áður tekið þátt í bakgarðshlaupi og fór þá 24 hringi, um 161 kílómeter. Mantra Sigurjóns fyrir hlaupið er „Því meira sem þú erfiðar og því betri sem þú verður, því auðveldara verður lífið.“ Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Sjá meira
Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Í gær voru fyrstu fimm kynntir og á morgun birtum við kynningu á fleiri keppendum. Hildur Aðalsteinsdóttir. Keppandi 10 Hildur Aðalsteinsdóttir er 38 ára félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og tveggja barna móðir. Hildur hefur stundað hlaup frá 2012 og utanvegahlaup frá 2016. Hún hefur nokkrum sinnum rofið 100 kílómetra múrinn og tók þátt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum þar sem hún fór 20 hringi, 134 kílómetra. Hún telur sig reynslumeiri nú og ætlar lengra. Hennar mantra fyrir hlaup er „Ég get náð þeim árangri sem ég stefni á.“ Adam Komorowski. Keppandi 9 Adam Komorowski er 45 ára lagerstjóri í Reykjavík og tveggja barna faðir frá Wałbrzych í Póllandi. Hann byrjaði að hlaupa af krafti fyrir fimm árum og nýtur þess að fara lengra en hann hefur áður gert. Adam stofnaði góðgerðasamtökin Zabiegani's Reykjavík sem hjálpa langveikum börnum. Samtökin hvetja Pólverja sem eru búsettir á Íslandi til að hreyfa sig og láta gott af sér leiða. Adam stefnir á að hafa gaman af hlaupinu og gera eins vel og hann getur. Jón Gunnar Gunnarsson. Keppandi 8 Jón Gunnar Gunnarsson er 29 ára starfsmaður í aðhlynningu frá Kópavogi. Hann hefur stundað hlaup í tvö ár og heillast af andlega hluta hlaupanna. Þegar líkaminn vill gefast upp en hugurinn heldur honum gangandi. Markmið hans um helgina er að halda áfram, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Mantra Jóns fyrir hlaupið er „Hvað ef ég get orðið það sem enginn bjóst við að ég gæti?“ Birgir Sævarsson. Keppandi 7 Birgir Sævarsson er fimmtugur sérfræðingur í upplýsingatækni frá Hafnarfirði. Hann hefur hlaupið í tuttugu ár og einbeitti sér að maraþoni fyrst um sinn. Hann færði sig síðan yfir í utanvegahlaup og hefur klárað nokkur 100 mílna hlaup. Árið 2019 hljóp hann til dæmis 330 kílómetra í Tor des Géants hlaupinu á Ítalíu þar sem hækkunin er einnig 24.000 metrar. Birgir segir bakgarðshlaupin vera póker hlaupanna, allir eiga möguleika á því að standa síðastir. Hann segist ætla að hlaupa eins og gullfiskur, einbeita sér að einum hring í einu, þar til hann er eini fiskurinn í tjörninni. Í stað þess að vera með möntru fyrir hlaupið segist hann tengja við Phil Collins lagið One More Night og ætlar að syngja með sjálfum sér „Einn hring enn“. Sigurjón Ernir Sturluson. Keppandi 6 Sigurjón Ernir Sturluson er 32 ára fjölskyldufaðir úr Hvalfjarðasveit. Hann er aðalþjálfari og einn eigenda æfingastöðvarinnar UltraForm í Grafarholti. Hann hefur stundað hlaup frá fimmtán ára aldri og er einn hraðasti hlaupari landsins. Sigurjón hefur áður tekið þátt í bakgarðshlaupi og fór þá 24 hringi, um 161 kílómeter. Mantra Sigurjóns fyrir hlaupið er „Því meira sem þú erfiðar og því betri sem þú verður, því auðveldara verður lífið.“
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Sjá meira
Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59