Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 12. október 2022 08:31 Fyrir kosningarnar í vor var mörgum tíðrætt um þá fólksfækkun sem hafði orðið í Hafnarfirði á Covid tímum. Þá fækkaði íbúum og að hluta mátti rekja það til erlendra verkamanna sem fengu ekki vinnu og þurftu að flytja frá bænum. Á þau sjónarmið var ekki hlustað og meirihlutanum kennt um þessa fólksfækkun. Staðan í dag er sú að íbúum Hafnarfjarðar hefur fjölgað um 2,2% frá 1. desember 2021 til 1. september 2022. Langmesta fjölgun íbúða í byggingu á landinu er í Hafnarfirði en þar hefur íbúðum í byggingu fjölgað um 559 frá því í mars eða um 69% aukning. Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið. Á fundi bæjarráðs í september var samþykkt að hefja úthlutun lóða í nýjasta hverfi bæjarins, Áslandi 4. Þar verða einbýli í bland við lítil fjölbýli, parhús og raðhús. Ásland 4 verður eitt fallegasta íbúðarhverfi höfuðborgarsvæðisins. Framundan er svo uppbygging á Óseyrarsvæðinu, í miðbænum og Hraun vestur. Carbfix, Tækniskólinn og Krýsuvík Samhliða þessari miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þeirra innviða sem fylgir því eru fjölmörg spennandi verkefni framundan. Búið er að setja verkefnastjórn um Tækniskólann. Viljayfirlýsing um komu hans til Hafnarfjarðar var undirrituð á síðasta kjörtímabili og er vinna hafin við undirbúning. Carbfix verkefnið er ákaflega spennandi umhverfisverkefni sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar. Fyrsti áfangi þessa verkefnis verður komin til framkvæmda árið 2026 og full starfsemi árið 2032 miðað við verkáætlun. Eins má nefna að bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur heilshugar á bakvið það að byrjað verði að nýta orku og heitt vatn á Krýsuvíkursvæðinu og uppbyggingu auðlindagarðs á því svæði. Það verkefni er að fara af stað. Kæru bæjarbúar, takk fyrir stuðninginn Í sveitarstjórnarkosningunum í vor vann Framsókn í Hafnarfirði góðan sigur. Við fórum úr einum bæjarfulltrúa í tvo og í sögulegu samhengi er það mikill sigur fyrir flokkinn hér í Hafnarfirði. Framsókn var í meirihluta í bæjarstjórn kjörtímabilið 2018 – 2022 og svo aftur núna. Ég vil þakka bæjarbúum fyrir þennan mikla stuðning. Við í Framsókn ætlum að vinna áfram vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Við hlökkum til samstarfsins á kjörtímabilinu sem nú er farið af stað. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir kosningarnar í vor var mörgum tíðrætt um þá fólksfækkun sem hafði orðið í Hafnarfirði á Covid tímum. Þá fækkaði íbúum og að hluta mátti rekja það til erlendra verkamanna sem fengu ekki vinnu og þurftu að flytja frá bænum. Á þau sjónarmið var ekki hlustað og meirihlutanum kennt um þessa fólksfækkun. Staðan í dag er sú að íbúum Hafnarfjarðar hefur fjölgað um 2,2% frá 1. desember 2021 til 1. september 2022. Langmesta fjölgun íbúða í byggingu á landinu er í Hafnarfirði en þar hefur íbúðum í byggingu fjölgað um 559 frá því í mars eða um 69% aukning. Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið. Á fundi bæjarráðs í september var samþykkt að hefja úthlutun lóða í nýjasta hverfi bæjarins, Áslandi 4. Þar verða einbýli í bland við lítil fjölbýli, parhús og raðhús. Ásland 4 verður eitt fallegasta íbúðarhverfi höfuðborgarsvæðisins. Framundan er svo uppbygging á Óseyrarsvæðinu, í miðbænum og Hraun vestur. Carbfix, Tækniskólinn og Krýsuvík Samhliða þessari miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þeirra innviða sem fylgir því eru fjölmörg spennandi verkefni framundan. Búið er að setja verkefnastjórn um Tækniskólann. Viljayfirlýsing um komu hans til Hafnarfjarðar var undirrituð á síðasta kjörtímabili og er vinna hafin við undirbúning. Carbfix verkefnið er ákaflega spennandi umhverfisverkefni sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar. Fyrsti áfangi þessa verkefnis verður komin til framkvæmda árið 2026 og full starfsemi árið 2032 miðað við verkáætlun. Eins má nefna að bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur heilshugar á bakvið það að byrjað verði að nýta orku og heitt vatn á Krýsuvíkursvæðinu og uppbyggingu auðlindagarðs á því svæði. Það verkefni er að fara af stað. Kæru bæjarbúar, takk fyrir stuðninginn Í sveitarstjórnarkosningunum í vor vann Framsókn í Hafnarfirði góðan sigur. Við fórum úr einum bæjarfulltrúa í tvo og í sögulegu samhengi er það mikill sigur fyrir flokkinn hér í Hafnarfirði. Framsókn var í meirihluta í bæjarstjórn kjörtímabilið 2018 – 2022 og svo aftur núna. Ég vil þakka bæjarbúum fyrir þennan mikla stuðning. Við í Framsókn ætlum að vinna áfram vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Við hlökkum til samstarfsins á kjörtímabilinu sem nú er farið af stað. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar