Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Lauren Fisher æfðu saman fyrir síðasta heimsleikatímabil þar sem Anníe og Lauren kepptu síðan saman í liðakeppninni. Katrín Tanja komst ekki á leikana en nú er að sjá hvort breytt fyrirkomulag opni aftur leið fyrir hana þangað. Instagram/@katrintanja CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega. CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega.
CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira