Risabreytingar á leið keppenda inn á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Lauren Fisher æfðu saman fyrir síðasta heimsleikatímabil þar sem Anníe og Lauren kepptu síðan saman í liðakeppninni. Katrín Tanja komst ekki á leikana en nú er að sjá hvort breytt fyrirkomulag opni aftur leið fyrir hana þangað. Instagram/@katrintanja CrossFit samtökin hafa ákveðið að gera stórar breytingar á undankeppni heimsleikanna í CrossFit á næsta ári. Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega. CrossFit Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Undanúrslit síðustu ára heyra nú sögunni til og líka lokamótið sem gaf keppendum eitt tækifæri í viðbót til að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Morning Chalk up vefurinn fjallar ítarlega um þessar breytingar en þetta er mikil uppstokkun á leið fólks inn á heimsleikana á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tíu undanúrslitamót fóru fram á síðasta keppnistímabili en hér eftir munu undanúrslitin vera svæðaskipt. Þeim verður nú skipt niður í sjö svæði í heiminum þar af eru tvö þeirra í Norður-Ameríku. Íslenska keppnisfólkið mun því keppa í undankeppni Evrópu til að tryggja sér sæti á heimsleikunum alveg eins og fyrirkomulagi var fyrir nokkrum árum. Þrjú stærstu svæðin, Norður-Ameríka austur, Norður-Ameríka vestur og Evrópu, munu innihalda keppni hjá þeim sextíu efstu í karla- og kvennaflokki sem og fjörutíu efstu liðin. Þrjátíu efstu komast inn í svæðakeppnina í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. CrossFit samtökin munu líka staðla undanúrslitamótin þannig á þeim öllum verður keppt í nákvæmlega sömu æfingum. CrossFit samtökin sjá um keppnina í Norður-Ameríku og Evrópu en verða í samstarfi með öðrum samtökum þegar kemur að svæðakeppninni í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Í hverri svæðakeppni munu ákveðin mörg sæti á heimsleikunum verða í boði og auk þess mun styrkleiki hvers móts skila keppendum þar aukasætum á heimsleikana. Opni hluti heimsleikanna fer fram frá 16. febrúar til 6. mars 2023 en heimsleikarnir sjálfir verða haldir frá 1. til 6. ágúst á næsta ári. Eftir opna hlutann, munu þeir keppendur sem komast áfram, taka þátt í átta manna úrslitum sem verður þriggja daga keppni í gegnum netið alveg eins og á síðustu tímabilum. Heimsleikarnir munu taka alls sex daga og hefjast því á þriðjudegi eða degi fyrr en áður. Þeim líkur síðan á sunnudegi eins og vanalega.
CrossFit Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira