Mörkin í Meistaradeildinni: Blóðbað, umdeildir vítadómar og óvænt úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 12:31 Fikayo Tomori fékk beint rautt spjald fyrir brot á fyrrum liðsfélaga sínum Mason Mount í gær. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Nóg var um að vera í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en línur eru farnar að skýrast upp á framhaldið þar sem fjórða umferð riðlakeppninnar hófst. Hér má sjá öll mörkin í gærkvöld. Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira