Eitruð froða rann um læk við Stekkjabakka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. október 2022 20:08 Hér eru aðgerðir hafnar við að fjarlægja froðuna og má sjá hluta af henni á myndinni. Aðsent Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning í dag um froðu í læk við Stekkjabakka. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Veitur og fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á vettvang. Stíflu var komið fyrir til þess að koma í veg fyrir að froðan myndi flæða út í Elliðaár en froðan er talin hafa verið eitruð. Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar. Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar greinilegt að froðan sem komist hafi í lækinn hafi verið eitruð en dauð síli hafi fundist á vettvangi. Hér má sjá dautt dýralíf vegna froðunar. Myndin er samsett.Aðsent Hann segir einhverskonar sápuefni hafa komist í ofanvatnskerfi borgarinnar en það kerfi tekur við rigningarvatni af þökum, bílaplönum og göngustígum sem rennur svo út í árnar. Aðspurður hvernig sápuefni komist í kerfin segir Helgi fólk stundum tengja lagnirnar sínar vitlaust eða skola efni burt á stöðum sem ekki séu ætlaðir til þess. Fráveitukerfi borgarinnar er tvískipt, um er að ræða fráveitukerfi þar sem meðal annars skólp og sturtur eru tengdar og ofanveitukerfi sem sér um rigningarvatn sem fellur á þök, bílastæði og göngustíga. Helgi segir sápuefni eins og það sem hafi dúkkað upp í dag ekki lengi að komast inn í kerfið og því hafi efnið að öllum líkindum komið inn í kerfið í dag. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar sápuefnið kom út úr kerfinu og rann niður lækinn en blái punkturinn sýnir staðsetninguna. Blái punturinn sýnir hvar froðan kom út og rann í lækinn.Skjáskot/Borgarvefsjá „Við erum ekki viss um hvort þetta hafi verið rangtenging eða hvort einhver hafi helt einhverju ofan í niðurfall á bílastæði,“ segir Helgi. Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.Aðsent Hann segir tilfelli sem þetta nokkuð algeng en Heilbrigðiseftirlitið sé í samstarfi við Veitur, oft að leita að rangtengingum. Hann hvetur fólk til þess að fá fagaðila til þess að ganga úr skugga um að lagnir þeirra séu tengdar rétt. Verst sé þegar skólp sé tengt inn á ofanveitukerfið. Þegar komið var á vettvang hafi heilbrigðiseftirlitið, slökkviliðið og Veitur ákveðið að dælubíll yrði kallaður til til þess að hreinsa svæðið en þá var stíflu komið fyrir svo froðan myndi ekki renna lengra. Helgi segir froðuna hafa legið ofan á vatninu svo ekki hafi þurft mikið til þess að hún færi ekki lengra. Hann segir erfitt að vita hvaðan sápuefnið kom en rigningarvatn af stóru svæði renni í lækinn. Einnig sé froðan ekki lengur til staðar í kerfinu. Hann ítrekar að ekkert annað en rigningarvatn megi fara í ofanveitukerfið og mikilvægt sé að ganga úr skugga um það að lagnir séu rétt tengdar svo þetta komi ekki fyrir oftar.
Umhverfismál Reykjavík Dýr Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira