Veittu 76 viðurkenningu og reistu jafn mörg tré í Heiðmörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 10:16 Eliza Reid ásamt fjölda kvenna og nokkrum körlum sem veittu viðurkenningunni móttöku í gær. Silla Páls Alls hlutu 59 fyrirtæki, sex sveitarfélög og ellefu opinberir aðilar viðurkenningu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun á vegum Jafnvægisvogarinnar, hreyfiafls Félags kvenna í atvinnulífinu, í gær. Konur eru 24 prósent framkvæmdastjóra hér á landi og hefur fjölgað lítið undanfarin ár. Þar kynnti Eliza Reid forsetafrú viðurkenningarhafa en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar, framkvæmdastjórn. Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2021 voru viðurkenningarhafar 53 talsins en í ár voru þeir samtals 76. Viðurkenningarhafanir komu úr hópi þeirra 209 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu Jafnréttisvogarinnar. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna hafa náð góðum árangri á þessu sviði. „Það hefur verið gaman að fylgjast með Jafnvægisvoginni stækka undanfarin ár og jafnréttismál verða að mikilvægu forgangsmáli hjá okkar þátttakendum. Þátttakendur taka stoltir við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar og hafa verið duglegir að vekja athygli á jafnréttismálum innan sinna vinnustaða með ýmsum hætti. Því miður eru konur eingöngu 24% framkvæmdastjóra fyrirtækja á Íslandi og hefur hlutfallið eingöngu farið upp um 3% á síðustu tíu árum. Ég er þó bjartsýn á að hlutfallið muni fara hraðar upp á næstu árum með aukinni vitundarvakningu meðal þeirra sem taka ákvörðun um ráðningar“ segir Thelma Kristín Kvaran, verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar. Jafnrétti hafi bein áhrif á umhverfið Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar fyrir tveimur árum var kynntur nýr Jafnréttislundur FKA, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur útvegaði Jafnvægisvoginni. Lundurinn er staðsettur við aðalinnganginn í Heiðmörk, Vífilsstaðamegin, og er það fyrsta sem fólk sér þegar það gengur inn í Heiðmörk. Í ár voru gróðursett 76 tré, eitt fyrir hvern viðurkenningarhafa árið 2022. Valdar voru margar tegundir af trjám sem tákn um þann fjölbreytileika sem Jafnvægisvogin er að stuðla að. Alls er búið að setja niður 173 tré í Jafnréttislundi á síðustu þremur árum. „Það er markmið Jafnvægisvogarinnar að endurtaka þetta árlega og væri ánægjulegt að sjá hlíðina fyllast á næstu árum, með auknu jafnrétti,“ segir í tilkynningu. Aðgengileg og skýr framsetning upplýsinga Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði sem er ætlað að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Þannig sé hægt að tryggja aðhald og góða frammistöðu. „Í mælaborði Jafnvægisvogarinnar koma fram allar helstu opinberar upplýsingar um stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og innan hins opinbera og þær gerðar aðgengilegar á einfaldan og skýran hátt,“ segir í tilkynningunni. Mikill vilji hafi verið hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum að vinna að jafnréttismálum þegar komi að æðstu stjórnendum. „Á árinu undirrituðu alls fjörutíu og sjö fyrirtæki, tvö sveitarfélög og átta opinberir aðilar viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar og bættust þar með í hóp þeirra sem undirrituðu á síðustu árum. Þátttakendur eru orðnir 209 þátttakendur talsins. Fjölbreyttur mannauður hefur jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja sem og starfsánægju og frammistöðu í starfi, stuðlar að betri ákvarðanatöku og aukinni verðmætasköpun þar sem nýsköpun og vöxtur verður frekar í hópi fólks með ólíkar skoðanir og bakgrunn. Þátttakendur hafa þannig sýnt í verki að þau vilja virkja allan mannauðinn.“ Eftirfarandi fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár: 1. 1912 2. A4 3. AGR Dynamics 4. Akraneskaupstaður 5. Atmonia 6. AwareGO 7. BL 8. Blue Lagoon 9. BYKO 10. Coca-Cola European Partners 11. Creditinfo 12. Dagar 13. Deloitte 14. dk hugbúnaður 15. Einingaverksmiðjan 16. Elkem Ísland 17. ELKO 18. Ernst & Young 19. Fangelsismálastofnun 20. Félagsbústaðir 21. Fjallabyggð 22. Fly Play 23. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir 24. GG verk ehf 25. Guðmundur Arason 26. Hafnarfjarðarbær 27. Hagstofa Íslands 28. Háskóli Íslands 29. Heilbrigðisstofnun Austurlands 30. Heilbrigðisstofnun Suðurlands 31. Hirzlan 32. HS Orka 33. IKEA 34. indó sparisjóður 35. Isavia 36. Íslandsbanki 37. Íslandshótel 38. Íslandspóstur 39. Krónan 40. Landgræðslan 41. Landsvirkjun 42. Lyf og heilsa 43. Lyfja 44. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 45. Mannvit 46. Múlaþing 47. Norðurál Grundartanga 48. Norðurorka 49. Nova 50. Olís 51. Orka náttúrunnar 52. Orkan 53. Orkusalan 54. Orkuveita Reykjavíkur 55. Ósar - lífæð heilbrigðis 56. Pipar\TBWA 57. Rafal 58. Rangárþing ytra 59. Reykjanesbær 60. Rio Tinto á Íslandi 61. SaltPay 62. Samkaup 63. Sjóvá 64. Skatturinn 65. S ólar 66. Taktikal 67. Tryggingastofnun 68. Tryggja 69. Vátryggingafélag Íslands 70. Vegagerðin 71. Veitur 72. Veritas 73. Vörður tryggingar 74. Vinnueftirlitið 75. Wise 76. Ölfusborg Jafnréttismál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Sjá meira
Þar kynnti Eliza Reid forsetafrú viðurkenningarhafa en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar, framkvæmdastjórn. Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2021 voru viðurkenningarhafar 53 talsins en í ár voru þeir samtals 76. Viðurkenningarhafanir komu úr hópi þeirra 209 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu Jafnréttisvogarinnar. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna hafa náð góðum árangri á þessu sviði. „Það hefur verið gaman að fylgjast með Jafnvægisvoginni stækka undanfarin ár og jafnréttismál verða að mikilvægu forgangsmáli hjá okkar þátttakendum. Þátttakendur taka stoltir við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar og hafa verið duglegir að vekja athygli á jafnréttismálum innan sinna vinnustaða með ýmsum hætti. Því miður eru konur eingöngu 24% framkvæmdastjóra fyrirtækja á Íslandi og hefur hlutfallið eingöngu farið upp um 3% á síðustu tíu árum. Ég er þó bjartsýn á að hlutfallið muni fara hraðar upp á næstu árum með aukinni vitundarvakningu meðal þeirra sem taka ákvörðun um ráðningar“ segir Thelma Kristín Kvaran, verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar. Jafnrétti hafi bein áhrif á umhverfið Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar fyrir tveimur árum var kynntur nýr Jafnréttislundur FKA, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur útvegaði Jafnvægisvoginni. Lundurinn er staðsettur við aðalinnganginn í Heiðmörk, Vífilsstaðamegin, og er það fyrsta sem fólk sér þegar það gengur inn í Heiðmörk. Í ár voru gróðursett 76 tré, eitt fyrir hvern viðurkenningarhafa árið 2022. Valdar voru margar tegundir af trjám sem tákn um þann fjölbreytileika sem Jafnvægisvogin er að stuðla að. Alls er búið að setja niður 173 tré í Jafnréttislundi á síðustu þremur árum. „Það er markmið Jafnvægisvogarinnar að endurtaka þetta árlega og væri ánægjulegt að sjá hlíðina fyllast á næstu árum, með auknu jafnrétti,“ segir í tilkynningu. Aðgengileg og skýr framsetning upplýsinga Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði sem er ætlað að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Þannig sé hægt að tryggja aðhald og góða frammistöðu. „Í mælaborði Jafnvægisvogarinnar koma fram allar helstu opinberar upplýsingar um stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og innan hins opinbera og þær gerðar aðgengilegar á einfaldan og skýran hátt,“ segir í tilkynningunni. Mikill vilji hafi verið hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum að vinna að jafnréttismálum þegar komi að æðstu stjórnendum. „Á árinu undirrituðu alls fjörutíu og sjö fyrirtæki, tvö sveitarfélög og átta opinberir aðilar viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar og bættust þar með í hóp þeirra sem undirrituðu á síðustu árum. Þátttakendur eru orðnir 209 þátttakendur talsins. Fjölbreyttur mannauður hefur jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja sem og starfsánægju og frammistöðu í starfi, stuðlar að betri ákvarðanatöku og aukinni verðmætasköpun þar sem nýsköpun og vöxtur verður frekar í hópi fólks með ólíkar skoðanir og bakgrunn. Þátttakendur hafa þannig sýnt í verki að þau vilja virkja allan mannauðinn.“ Eftirfarandi fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í ár: 1. 1912 2. A4 3. AGR Dynamics 4. Akraneskaupstaður 5. Atmonia 6. AwareGO 7. BL 8. Blue Lagoon 9. BYKO 10. Coca-Cola European Partners 11. Creditinfo 12. Dagar 13. Deloitte 14. dk hugbúnaður 15. Einingaverksmiðjan 16. Elkem Ísland 17. ELKO 18. Ernst & Young 19. Fangelsismálastofnun 20. Félagsbústaðir 21. Fjallabyggð 22. Fly Play 23. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir 24. GG verk ehf 25. Guðmundur Arason 26. Hafnarfjarðarbær 27. Hagstofa Íslands 28. Háskóli Íslands 29. Heilbrigðisstofnun Austurlands 30. Heilbrigðisstofnun Suðurlands 31. Hirzlan 32. HS Orka 33. IKEA 34. indó sparisjóður 35. Isavia 36. Íslandsbanki 37. Íslandshótel 38. Íslandspóstur 39. Krónan 40. Landgræðslan 41. Landsvirkjun 42. Lyf og heilsa 43. Lyfja 44. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 45. Mannvit 46. Múlaþing 47. Norðurál Grundartanga 48. Norðurorka 49. Nova 50. Olís 51. Orka náttúrunnar 52. Orkan 53. Orkusalan 54. Orkuveita Reykjavíkur 55. Ósar - lífæð heilbrigðis 56. Pipar\TBWA 57. Rafal 58. Rangárþing ytra 59. Reykjanesbær 60. Rio Tinto á Íslandi 61. SaltPay 62. Samkaup 63. Sjóvá 64. Skatturinn 65. S ólar 66. Taktikal 67. Tryggingastofnun 68. Tryggja 69. Vátryggingafélag Íslands 70. Vegagerðin 71. Veitur 72. Veritas 73. Vörður tryggingar 74. Vinnueftirlitið 75. Wise 76. Ölfusborg
Jafnréttismál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Sjá meira