Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2022 15:31 Stefán Már Arnarsson og Þráinn Ágúst Arnaldsson beittu sér fyrir því að Hörður myndi styrkja málefnið sem stendur þeim nærri. Stöð 2 Sport Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri. Harðverjar hafa látið framleiða bleika treyju í samstarfi við Bleiku slaufuna og Krabbameinsfélagið Sigurvon og mun allur ágóði af sölu treyjunnar renna beint til samtakanna tveggja. „Amma hans greindist með brjóstakrabbamein og amma mín lést úr brjóstakrabbameini þegar ég var lítill krakki og ég fékk aldrei að kynnast henni og móðir mín fékk svo brjóstakrabbamein líka rétt fyrir Covid 2020. Þetta er bara verkefni og hlutir sem standa mér mjög nærri,“ segir Þráinn Ágúst Arnaldsson, leikmaður Harðar. „Svo okkur datt í hug að tengja líka Sigurvon inn í þetta sem er krabbameinsfélagið á Ísafirði sem að studdi mömmu mína mjög mikið með ferðastyrkjum, sálfræðimeðferð og fleiru. Þetta var náttúrulega mjög erfitt og okkur langar að gefa eitthvað til baka,“ bætir Þráinn við. Hörður er í fyrsta skipti í efstu deild í handbolta vilja stimpla sig almennilega inn. Þátttakan í verkefninu er liður í því. „Það er gaman að koma inn með smá 'oumph', aðeins að markaðssetja okkur og stimpla okkur inn í Olís. Vonandi byggjum við góðan grunn til að halda áfram,“ segir Stefán Mar Arnarsson, sem er í þjálfarateymi liðsins. Klippa: Bleikar treyjur Harðar Harðverjar klæddust treyjunni við upphitun fyrir leik sinn við ÍR á dögunum en vel má vera að þeir klæðist treyjunni í leik á næstunni. Næsti leikur liðsins er við Selfoss þriðjudaginn 18. október á Ísafirði. „Við erum búnir að klæðast honum einu sinni, í upphitun [gegn ÍR], og við erum bara að bíða eftir að fá að spila í honum,“ segir Stefán Mar. Einnig var bleiki búningurinn skoðaður í Seinni bylgjunni þar sem Einar Jónsson og Árni Stefán Guðjónsson fengu eintak. Einar að vísu seldi sína treyju til Daða Magnússonar, tæknistjóra ÍBV TV, sem vildi ekki fá áritun frá Einari á treyjuna, þrátt fyrir að slíkt væri í boði. Klippa: Seinni bylgjan: Bleikar treyjur Hægt er að panta treyjuna af Herði á Facebook-síðu félagsins, á Instagram-síðu Harðar eða með því að senda póst á bleikurhordur@gmail.com. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á kt. 650169-2639 og rk. 0556-14-400732. Viðtalið við þá Stefán og Þráin má sjá í efri spilaranum að ofan og innslagið úr Seinni bylgjunni í þeim neðri. Hörður Ísafjarðarbær Olís-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Harðverjar hafa látið framleiða bleika treyju í samstarfi við Bleiku slaufuna og Krabbameinsfélagið Sigurvon og mun allur ágóði af sölu treyjunnar renna beint til samtakanna tveggja. „Amma hans greindist með brjóstakrabbamein og amma mín lést úr brjóstakrabbameini þegar ég var lítill krakki og ég fékk aldrei að kynnast henni og móðir mín fékk svo brjóstakrabbamein líka rétt fyrir Covid 2020. Þetta er bara verkefni og hlutir sem standa mér mjög nærri,“ segir Þráinn Ágúst Arnaldsson, leikmaður Harðar. „Svo okkur datt í hug að tengja líka Sigurvon inn í þetta sem er krabbameinsfélagið á Ísafirði sem að studdi mömmu mína mjög mikið með ferðastyrkjum, sálfræðimeðferð og fleiru. Þetta var náttúrulega mjög erfitt og okkur langar að gefa eitthvað til baka,“ bætir Þráinn við. Hörður er í fyrsta skipti í efstu deild í handbolta vilja stimpla sig almennilega inn. Þátttakan í verkefninu er liður í því. „Það er gaman að koma inn með smá 'oumph', aðeins að markaðssetja okkur og stimpla okkur inn í Olís. Vonandi byggjum við góðan grunn til að halda áfram,“ segir Stefán Mar Arnarsson, sem er í þjálfarateymi liðsins. Klippa: Bleikar treyjur Harðar Harðverjar klæddust treyjunni við upphitun fyrir leik sinn við ÍR á dögunum en vel má vera að þeir klæðist treyjunni í leik á næstunni. Næsti leikur liðsins er við Selfoss þriðjudaginn 18. október á Ísafirði. „Við erum búnir að klæðast honum einu sinni, í upphitun [gegn ÍR], og við erum bara að bíða eftir að fá að spila í honum,“ segir Stefán Mar. Einnig var bleiki búningurinn skoðaður í Seinni bylgjunni þar sem Einar Jónsson og Árni Stefán Guðjónsson fengu eintak. Einar að vísu seldi sína treyju til Daða Magnússonar, tæknistjóra ÍBV TV, sem vildi ekki fá áritun frá Einari á treyjuna, þrátt fyrir að slíkt væri í boði. Klippa: Seinni bylgjan: Bleikar treyjur Hægt er að panta treyjuna af Herði á Facebook-síðu félagsins, á Instagram-síðu Harðar eða með því að senda póst á bleikurhordur@gmail.com. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á kt. 650169-2639 og rk. 0556-14-400732. Viðtalið við þá Stefán og Þráin má sjá í efri spilaranum að ofan og innslagið úr Seinni bylgjunni í þeim neðri.
Hörður Ísafjarðarbær Olís-deild karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira