Vilja gera kynsegin fólki kleift að breyta eftirnafni án breyttrar kynskráningar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2022 12:01 Átta þingmenn úr röðum Pírata og Viðreisnar standa á bak við tillöguna. Vísir/Vilhelm Nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn vilja sjá breytingar á mannanafnalögum til að bæta stöðu kynsegin fólks. Þeir leggja meðal annars til að fólki verði leyft að breyta eftirnöfnum sínum án þess að það sé búið að breyta kynskráningunni. Átta stjórnarandstöðuþingmenn Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks hvað varðar foreldrisnöfn og vegabréf. „Annars vegar ætlum við að breyta mannanafnalögum þannig að skrefið sé tekið til fulls sem var stigið hérna 2019 með lögum um kynrætt sjálfræði. Í dag er það þannig að fornöfn eru alveg ótengd kynskráningu þannig að þú gætir heitið Guðmundur en þú verður að vera dóttir,“ segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata og einn af flutningsmönnum frumvarpsins. „Hins vegar er fullt af fólki, sérstaklega kynseginfólki, sem kannski vill ekki taka skrefið og breyta kynskráningunni í þjóðskrá en vill prufukeyra aðra endingu á eftirnafnið. Það má ekki samkvæmt lögum í dag nema þú sért búinn að breyta kynskráningunni. Þannig ef þú vildir vera Pétursbur eða bara Péturs þá máttu það ekki. Við viljum bara gera þetta jafn sveigjanlegt og fornöfnin,“ segir Andrés og vísar til þess að blaðamaður er Pétursdóttir. Hitt stóra atriðið í frumvarpinu segir Andrés vera öryggisatriði fyrir kynsegin fólk. „Í dag er það þannig að ef þú velur hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá þá færðu það merkt sérstaklega í vegabréf og það getur verið meira en bara vesen. Það getur verið hættulegt þegar þú ert á landamærastöðvum í sumum löndum að vera með skilríki þar sem er bara stimplað að þú sért hinsegin. Þú ert með alveg sérstaka skráningu á því. Þannig að við erum að leggja til að fólk sem er með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá geti fengið aukavegabréf þar sem að þessi skráning kemur ekki fram sem það getur framvísað á til dæmis landamærastöðvum þar sem það hefur ástæðu til að óttast um öryggis sitt.“ Þá segir Andrés eina litla breytingu einnig í frumvarpinu. „Í mannanafnalögum er það þannig að ófeðrað barn má kenna til afa síns en ef við erum að svona gæta samræmis varðandi það að kyn sé ekki breyta í þessum lögum þá þarf að opna það að barnið sé kennt til ömmu eða foreldri foreldris sem er með hlutlausa skráningu kyns. Þannig að í staðin fyrir það megi kenna til afa síns þá segir í frumvarpinu að megi kenna til foreldri foreldrisins. Sem er í rauninni bara eins og að segja að einhver sé piparsveinn þá er hann ógiftur karlmaður. Þetta er í rauninni bara verið að skipta á jöfnu út þannig að þetta sé sveigjanlegra og endurspegli einmitt þetta lagaumhverfi sem var innleitt fyrir þremur árum.“ Hann telur að ef frumvarpið verði að lögum hafi það mikla þýðingu fyrir kynsegin fólk. „Þetta þýðir annars vegar að fólk er frjálsara varðandi val á nafni. Kannski sérstaklega að það skipti máli fyrir einstaklinga sem eru að stíga kannski fyrstu skref í átt að kynleiðréttingu að þau geti prófað sig áfram með nafnið. Sumum nægir líka að gera það að þurfa ekki að fara alla leið í að breyta kynskráningu í þjóðskrá. Hins vegar snýst þetta bara um ósköp einfalt en mikilvægt öryggisatriði fyrir kynsegin fólk á ferðalögum.“ Mannanöfn Jafnréttismál Hinsegin Alþingi Píratar Viðreisn Vegabréf Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Átta stjórnarandstöðuþingmenn Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks hvað varðar foreldrisnöfn og vegabréf. „Annars vegar ætlum við að breyta mannanafnalögum þannig að skrefið sé tekið til fulls sem var stigið hérna 2019 með lögum um kynrætt sjálfræði. Í dag er það þannig að fornöfn eru alveg ótengd kynskráningu þannig að þú gætir heitið Guðmundur en þú verður að vera dóttir,“ segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata og einn af flutningsmönnum frumvarpsins. „Hins vegar er fullt af fólki, sérstaklega kynseginfólki, sem kannski vill ekki taka skrefið og breyta kynskráningunni í þjóðskrá en vill prufukeyra aðra endingu á eftirnafnið. Það má ekki samkvæmt lögum í dag nema þú sért búinn að breyta kynskráningunni. Þannig ef þú vildir vera Pétursbur eða bara Péturs þá máttu það ekki. Við viljum bara gera þetta jafn sveigjanlegt og fornöfnin,“ segir Andrés og vísar til þess að blaðamaður er Pétursdóttir. Hitt stóra atriðið í frumvarpinu segir Andrés vera öryggisatriði fyrir kynsegin fólk. „Í dag er það þannig að ef þú velur hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá þá færðu það merkt sérstaklega í vegabréf og það getur verið meira en bara vesen. Það getur verið hættulegt þegar þú ert á landamærastöðvum í sumum löndum að vera með skilríki þar sem er bara stimplað að þú sért hinsegin. Þú ert með alveg sérstaka skráningu á því. Þannig að við erum að leggja til að fólk sem er með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá geti fengið aukavegabréf þar sem að þessi skráning kemur ekki fram sem það getur framvísað á til dæmis landamærastöðvum þar sem það hefur ástæðu til að óttast um öryggis sitt.“ Þá segir Andrés eina litla breytingu einnig í frumvarpinu. „Í mannanafnalögum er það þannig að ófeðrað barn má kenna til afa síns en ef við erum að svona gæta samræmis varðandi það að kyn sé ekki breyta í þessum lögum þá þarf að opna það að barnið sé kennt til ömmu eða foreldri foreldris sem er með hlutlausa skráningu kyns. Þannig að í staðin fyrir það megi kenna til afa síns þá segir í frumvarpinu að megi kenna til foreldri foreldrisins. Sem er í rauninni bara eins og að segja að einhver sé piparsveinn þá er hann ógiftur karlmaður. Þetta er í rauninni bara verið að skipta á jöfnu út þannig að þetta sé sveigjanlegra og endurspegli einmitt þetta lagaumhverfi sem var innleitt fyrir þremur árum.“ Hann telur að ef frumvarpið verði að lögum hafi það mikla þýðingu fyrir kynsegin fólk. „Þetta þýðir annars vegar að fólk er frjálsara varðandi val á nafni. Kannski sérstaklega að það skipti máli fyrir einstaklinga sem eru að stíga kannski fyrstu skref í átt að kynleiðréttingu að þau geti prófað sig áfram með nafnið. Sumum nægir líka að gera það að þurfa ekki að fara alla leið í að breyta kynskráningu í þjóðskrá. Hins vegar snýst þetta bara um ósköp einfalt en mikilvægt öryggisatriði fyrir kynsegin fólk á ferðalögum.“
Mannanöfn Jafnréttismál Hinsegin Alþingi Píratar Viðreisn Vegabréf Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels