Boðorðin níu Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 13. október 2022 14:31 Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30 Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn).
Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun