Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir að stjórn hafi farið í ráðningarferli með Vinnvinn ráðningastofu í ágúst og hafi alls fjörutíu manns sótt um forstjórastöðuna.
„Tekin hefur verið ákvörðun um að ráða Pál Erland sem næsta forstjóra HS Veitna og mun hann hefja störf á nýju ári 2023.
Páll hefur yfirgripsmikla reynslu úr veitu- og orkugeiranum aðallega frá Orkuveitu Reykjavíkur auk Samorku.
„Ég vil þakka stjórn HS Veitna, Vinnvinn ráðningarstofu, umsækjendum og starfsmönnum fyrir gott samstarf og umburðarlyndi meðan á ferlinu stóð. Síðast en ekki síst þakkir til Júlíusar og störf hans sem hafa verið ómetanleg fyrir HS Veitur,“ er haft eftir Páli.