Fær ekki krónu eftir árekstur við kanínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 18:08 Kanínur og hjólreiðar fara ekki endilega vel saman. Getty Hjólreiðamaðurinn Hlöðver Bernharður Jökulsson hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja bætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyss sem varð er Hlöðver hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum og slasaðist nokkuð. Óhappatilvik var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Hlöðver ræddi slysið í Fréttablaðinu árið 2016 þar sem hann lýsti atvikinu og afleiðingum þess. Þar sagðist hann hafa verið að hjóla til vinnu einn föstudagsmorgun. Leið hans lá um Elliðaárdalinn. Þar hjólaði hann á kanínu sem var á stígnum. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ sagði Hlöðver í viðtali við Fréttablaðið. Hann sat uppi með brotin rifbein, samfallið lunga og sprungu á herðablaðinu. Í viðtalinu sagði Hlöðver að hann teldi að Reykjavíkurborg þyrfti að grípa til aðgerða vegna mikils fjölda kanína á svæðinu. Höfðaði hann einnig dómsmál í fyrra til að sækja skaðabætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyssins. Dómur í málinu var kveðinn upp í byrjun síðasta mánaðar. Taldi borgina bera ábyrgð Í stuttu máli taldi Hlöðver að Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á því líkamastjóni sem hann varð fyrir vegna slyssins. Aðstæður á hjólastígnum hafi verið óviðunandi, afar slæm lýsing hafi verið á stígnum auk þess sem að rekja mætti slysið til þess að kanína hljóp í veg fyrir Hlöðver. Elliðaárdalur.Vísir/Vilhelm Borgaryfirvöld hafi í mörg ár verið meðvituð um kanínufaraldur á svæðinu, en ekki aðhafst fyrr en eftir slysið og fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar þess. Töldu ósannað að kanína hafi valdið slysinu Sjóvá-Almennar, tryggingafélag Reykjavíkurborgar, hafnaði skaðabótaskyldu í málinu. Í fyrsta lagi væri ósannað að kanína hafi valdið slysinu auk þess sem að svo væri gæti borgin ekki veri ábyrg fyrir hegðun villtra dýra. Þá væri einnig ósannað að léleg lýsing hafi átt þátt í slysinu. Um óhappatilvik hafi verið að ræða í skilningi skaðabótaréttar, þar sem fram komi að enginn beri skaðabótaábyrgð á slíkum tlvikum. Erfitt fyrir borgina að koma í veg fyrir að villt dýr noti göngu- og hjólreiðastíga Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að málsaðilar og dómarar hafi farið í vettvangsskoðun á slysstað. Þar kemur fram að samkvæmt henni, og gögnum málsins, verði ekki séð að sérstök hætta hafi verið að slys verði á svæðinu vegna skorts á lýsingu. Kanína í Elliðaárdal.Vísir/Vilhelm Varðandi kanínur á svæðinu segir að ljóst sé að Reykjavíkurborg hafi verið meðvituð um að kanínu héldu til á svæðinu og gætu valdið truflunum fyrir hjólreiðamenn. Horfa þyrfti þó til þess að um villt dýr væri að ræða. Ekki væri séð að einfalt hafi verið fyrir borgina að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að kanínur eigi leið um göngu- og hjólreiðastíga borgarinnar. Því sé ekki hægt að draga borgina til ábyrgðar vegna hegðunar kanínunnar. Taldi dómurinn því að ekki væri hægt að rekja slysið til atvika sem Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á, heldur væri um að ræða óhappatilvik. Var því tryggingarfélagið sýknað af kröfu Hlöðvers. Hjólreiðar Dýr Dómsmál Reykjavík Tryggingar Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. 11. október 2016 16:00 Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Mælt er með umfangsmiklum fækkunaraðgerðum gegn kanínum á höfuðborgarsvæðinu og ef til kemur verður notast við skotvopn. Ítrekað hefur legið við slysum í umferðinni vegna kanína. 2. febrúar 2014 18:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Hlöðver ræddi slysið í Fréttablaðinu árið 2016 þar sem hann lýsti atvikinu og afleiðingum þess. Þar sagðist hann hafa verið að hjóla til vinnu einn föstudagsmorgun. Leið hans lá um Elliðaárdalinn. Þar hjólaði hann á kanínu sem var á stígnum. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ sagði Hlöðver í viðtali við Fréttablaðið. Hann sat uppi með brotin rifbein, samfallið lunga og sprungu á herðablaðinu. Í viðtalinu sagði Hlöðver að hann teldi að Reykjavíkurborg þyrfti að grípa til aðgerða vegna mikils fjölda kanína á svæðinu. Höfðaði hann einnig dómsmál í fyrra til að sækja skaðabætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyssins. Dómur í málinu var kveðinn upp í byrjun síðasta mánaðar. Taldi borgina bera ábyrgð Í stuttu máli taldi Hlöðver að Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á því líkamastjóni sem hann varð fyrir vegna slyssins. Aðstæður á hjólastígnum hafi verið óviðunandi, afar slæm lýsing hafi verið á stígnum auk þess sem að rekja mætti slysið til þess að kanína hljóp í veg fyrir Hlöðver. Elliðaárdalur.Vísir/Vilhelm Borgaryfirvöld hafi í mörg ár verið meðvituð um kanínufaraldur á svæðinu, en ekki aðhafst fyrr en eftir slysið og fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar þess. Töldu ósannað að kanína hafi valdið slysinu Sjóvá-Almennar, tryggingafélag Reykjavíkurborgar, hafnaði skaðabótaskyldu í málinu. Í fyrsta lagi væri ósannað að kanína hafi valdið slysinu auk þess sem að svo væri gæti borgin ekki veri ábyrg fyrir hegðun villtra dýra. Þá væri einnig ósannað að léleg lýsing hafi átt þátt í slysinu. Um óhappatilvik hafi verið að ræða í skilningi skaðabótaréttar, þar sem fram komi að enginn beri skaðabótaábyrgð á slíkum tlvikum. Erfitt fyrir borgina að koma í veg fyrir að villt dýr noti göngu- og hjólreiðastíga Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að málsaðilar og dómarar hafi farið í vettvangsskoðun á slysstað. Þar kemur fram að samkvæmt henni, og gögnum málsins, verði ekki séð að sérstök hætta hafi verið að slys verði á svæðinu vegna skorts á lýsingu. Kanína í Elliðaárdal.Vísir/Vilhelm Varðandi kanínur á svæðinu segir að ljóst sé að Reykjavíkurborg hafi verið meðvituð um að kanínu héldu til á svæðinu og gætu valdið truflunum fyrir hjólreiðamenn. Horfa þyrfti þó til þess að um villt dýr væri að ræða. Ekki væri séð að einfalt hafi verið fyrir borgina að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að kanínur eigi leið um göngu- og hjólreiðastíga borgarinnar. Því sé ekki hægt að draga borgina til ábyrgðar vegna hegðunar kanínunnar. Taldi dómurinn því að ekki væri hægt að rekja slysið til atvika sem Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á, heldur væri um að ræða óhappatilvik. Var því tryggingarfélagið sýknað af kröfu Hlöðvers.
Hjólreiðar Dýr Dómsmál Reykjavík Tryggingar Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. 11. október 2016 16:00 Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Mælt er með umfangsmiklum fækkunaraðgerðum gegn kanínum á höfuðborgarsvæðinu og ef til kemur verður notast við skotvopn. Ítrekað hefur legið við slysum í umferðinni vegna kanína. 2. febrúar 2014 18:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00
Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. 11. október 2016 16:00
Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Mælt er með umfangsmiklum fækkunaraðgerðum gegn kanínum á höfuðborgarsvæðinu og ef til kemur verður notast við skotvopn. Ítrekað hefur legið við slysum í umferðinni vegna kanína. 2. febrúar 2014 18:56