„Eins og tengdamóðir mín segir: Sportið er grimmt“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 13. október 2022 21:46 Helgi Már Magnússon var frekar súr eftir tap í Smáranum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum. „Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum