„Eins og tengdamóðir mín segir: Sportið er grimmt“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 13. október 2022 21:46 Helgi Már Magnússon var frekar súr eftir tap í Smáranum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum. „Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Sjá meira
„Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20