Leikurinn var jafn framan af og var staðan 12-12 í hálfleik. Þegar líða fór á síðari hálfleikinn tóku gestirnir forystuna. Mest náði Zwickau þriggja marka forystu en van a´endanum leikinn með tveggja marka mun, lokatölur 28-30.
Hin slóvenska Ema Hrvatin átti ótrúlegan leik í liði Zwickau og skoraði alls 12 mörk. Þar á eftir kom Díana Dögg með sex mörk. Sara Odden, fyrrverandi leikmaður Hauka, komast ekki á blað.