Stofnun Alfred Wegeners verðlaunuð á Hringborði norðurslóða Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2022 19:11 Antje í stórkostlegu umhverfi á Grænlandi við samnefndan jökul. Vísir/RAX Stofnun Alfred Wegeners hlaut í kvöld verðlaun Hringborðs norðurslóða við hátíðlega athöfn í Hörpu en ráðstefnan hefur staðið þar yfir frá því á fimmtudag. Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16
Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00