Klopp: Besta liðið í heimi fékk besta framherjann á markaðinum Atli Arason skrifar 16. október 2022 08:00 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að ekkert félag geti ekki keppst við Manchester City og tvö önnur lið þegar það kemur að því að styrkja leikmannahóp sinn. „Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
„Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira