Carragher: Liverpool þarf að stöðva De Bruyne frekar en Haaland Atli Arason skrifar 16. október 2022 12:01 Jamie Carragher, sparkspekingur hjá Sky Sports. Getty Images Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, telur að sínir fyrrum liðsfélagar þurfa að leggja meiri áherslu á að stöðva Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, frekar en samherja De Bruyne og markahæsta leikmann úrvalsdeildarinnar, Erling Haaland. „Það eru þessir tveir leikmenn, Haaland og De Bruyne, sem eru saman eins og einn leikmaður í pakkadíll. Ef þú stöðvar De Bruyne þá dregurðu úr u.þ.b. 50 prósent af því sem Haaland gerir. Tengingin sem þessir tveir leikmann hafa er ótrúleg. Fyrir mér er Kevin De Bruyne besti miðjumaður í heimi. Ég myndi frekar leggja áherslu á að stöðva De Bruyne en Haaland í þessum leik,“ svaraði Carragher í hlaðvarpi Sky Sports, aðspurður hvernig Liverpool ætti að stöðva Manchester City. „Liverpool ætti ekki að leggjast niður, það er ekki þeirra stíll. Liverpool er á heimavelli og ætti að nota stuðningin úr stúkunni sér í hag, vera árásargjarnir og reyna að gera þetta eins erfitt fyrir Manchester City og hægt er. Ég hef fulla trú á því að Liverpool geti unnið þennan leik,“ bætti Carragher við. De Bruyne er nú þegar kominn með níu stoðsendingar í deildinni til þessa, meira en helmingi meira en næstu menn, Bukayo Saka og Bernardo Silva sem hafa lagt upp fjögur mörk hingað til. „Það hjálpar Haaland vissulega mikið að skora mörk þegar hann er mögulega með besta sendingarmann sem enska deildin hefur nokkurn tímann séð í sínu liði. Ef Haaland væri að spila fyrir Liverpool núna þá væri enginn möguleiki að hann væri búinn að skora jafn mörg mörk þar sem Liverpool er ekki með sömu gæði á miðjunni,“ sagði Carragher áður en hann bætti við. „Haaland hefur verið óstöðvandi í úrvalsdeildinni en hann þarf aðstoð og augljóslega er enginn betri í því en Kevin De Bruyne.“ Stórleikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
„Það eru þessir tveir leikmenn, Haaland og De Bruyne, sem eru saman eins og einn leikmaður í pakkadíll. Ef þú stöðvar De Bruyne þá dregurðu úr u.þ.b. 50 prósent af því sem Haaland gerir. Tengingin sem þessir tveir leikmann hafa er ótrúleg. Fyrir mér er Kevin De Bruyne besti miðjumaður í heimi. Ég myndi frekar leggja áherslu á að stöðva De Bruyne en Haaland í þessum leik,“ svaraði Carragher í hlaðvarpi Sky Sports, aðspurður hvernig Liverpool ætti að stöðva Manchester City. „Liverpool ætti ekki að leggjast niður, það er ekki þeirra stíll. Liverpool er á heimavelli og ætti að nota stuðningin úr stúkunni sér í hag, vera árásargjarnir og reyna að gera þetta eins erfitt fyrir Manchester City og hægt er. Ég hef fulla trú á því að Liverpool geti unnið þennan leik,“ bætti Carragher við. De Bruyne er nú þegar kominn með níu stoðsendingar í deildinni til þessa, meira en helmingi meira en næstu menn, Bukayo Saka og Bernardo Silva sem hafa lagt upp fjögur mörk hingað til. „Það hjálpar Haaland vissulega mikið að skora mörk þegar hann er mögulega með besta sendingarmann sem enska deildin hefur nokkurn tímann séð í sínu liði. Ef Haaland væri að spila fyrir Liverpool núna þá væri enginn möguleiki að hann væri búinn að skora jafn mörg mörk þar sem Liverpool er ekki með sömu gæði á miðjunni,“ sagði Carragher áður en hann bætti við. „Haaland hefur verið óstöðvandi í úrvalsdeildinni en hann þarf aðstoð og augljóslega er enginn betri í því en Kevin De Bruyne.“ Stórleikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti