SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, hefur verið að veita netþjónustuna í Úkraínu í gegnum Starlink-gervihnetti fyrirtækisins. Ríflega 2.200 gervihnettir fyrirtækisins eru á sporbraut jarðar og veita aðgang að interneti á jörðu niðri.
Í upphafi innrásarinnar lokuðu Rússar á aðgang Úkraínumanna að netinu víða með tölvuárásum. Starlink hefur þar af leiðandi skipt sköpum fyrir úkraínska herinn og samskipti Úkraínumanna. Musk segir fyrirtækið tapa tæpum þremur milljörðum á mánuði vegna þjónustunnar. Honum þykir ósanngjarnt að fyrirtæki á borð við Boeing og Lockheed Martin hafi fengið milljarðatugi í niðurgreiðslur, samkvæmt Guardian.
Musk tísti í gær að hann hygðist halda áfram að veita þjónustuna: „Fjandinn hafi það. Þó að Starlink sé að tapa peningum og önnur fyrirtæki fá milljarðatugi í boði skattgreiðenda - við höldum bara áfram að fjármagna ríkisstjórn Úkraínu.“
The hell with it … even though Starlink is still losing money & other companies are getting billions of taxpayer $, we’ll just keep funding Ukraine govt for free
— Elon Musk (@elonmusk) October 15, 2022