Um fjölmiðla og einkamál Soffía Þorsteinsdóttir skrifar 16. október 2022 18:01 Fyrir viku (9. október) sendi ég, ásamt föður mínum og eiginkonu hans, yfirlýsingu á fjölmiðla í kjölfar þess að systir mín hafði afhent þeim dagbók látinnar móður minnar sem hún hafði skrifað fyrir 52 árum. Þetta gerði systir okkar án samráðs við okkur og í mikilli óþökk. Þegar ég vann á dagblaði á Englandi fyrirmargt löngu síðan, fór allt í uppnám í fréttaherberginu þegar “copy/paste” virkaði ekki einn daginn og engar fréttir hægt sð setja í blaðið! Þetta þótti mjög fyndið og eftir það var fréttaherbergið kallað “copy/paste”. Eitthvað virðist hafa klikkað hjá copy/paste miðlunum á Íslandi í flestum ef ekki öllum fréttum sem byggðar voru á dagbók móður minnar. Fyrst er þó að nefna að Stundin ákvað að birta hálfrar aldar einkadagbækur móður minnar án þess að biðja um viðeigandi leyfi eða álit annara aðstandenda. Einkadagbækur eiga ekki erindi til neins nema þess sem þær skrifar. Ég velti því fyrir hvað Persónuvernd segi við þessu? Og ekki gátu þessar miðlar náð niður á blað einföldustu staðreyndum: Í einni greininni er ég gift stjúpu minni, þar næst heiti ég Sólveig, svo er mamma komin með nýtt eftirnafn. Ein greinin fer svo rangt með yfirlýsingu okkar pabba og gengur svo langt að saka okkur um lygi í yfirlýsingunni, sem er auðvitað ekki, heldur eru þeir að setja útá þeirra eigin rangmæli. Einnig var skrifað einhverstaðar að yfirlýsing okkar pabba hafi verið skrifuð í kaffihittingi með Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem er ekki rétt, því augljóslega var ég ekki viðstödd þann hitting, þar sem ég var ekki stödd á landinu. Engin rannsókn hefur verið lögð í málið, fyrir utan það að Stundin gróf upp einhvern mætingalista frá Hagaskóla sem sannar ekkert annað en að mamma hafi jú gengið í Hagaskóla og mætt í þær kennslustundir sem hún skráði í dagbækur sínar. Var einhver efi á því? Hvar er nú rannsóknarblaðamennskan? Enginn þessara fjölmiðla hefur haft samband við mig um þetta eða leitast eftir álitum, skoðunum né leyfum frá neinum nema systur minni sem afhenti miðlunum dagbókina án nokkurs samráðs við okkur hin. Heimildir eru einungis hafðar frá einni manneskju. Hefur einhver haft fyrir því að rannsaka hennar bakgrunn? Hún lætur í ljós í þeim viðtölum sem henni hafa boðist að hún hafi verið mikil mömmustelpa, hetjan sem talar máli látinnar móður sinnar og birtir eldgamlar myndir af sér og mömmu sinni. Mætti kannski rifja upp minningargreinina sem hún skrifaði ástúðlega um mömmu sína sem hún elskaði svo heitt? Æji úps! Það er engin minningargrein… Ég velti því fyrir mér hvernig er komið fyrir fjölmiðlum á Íslandi. Hvernig á almenningur að treysta því sem þeir birta í sínum blöðum (um hvaðeina) þegar það er ljóst bara í þessu einstaka máli að þeir geta ekki einu sinni náð nöfnum rétt, hvað þá virt þá gullnu blaðamannareglu að það eru tvær hliðar á öllum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir viku (9. október) sendi ég, ásamt föður mínum og eiginkonu hans, yfirlýsingu á fjölmiðla í kjölfar þess að systir mín hafði afhent þeim dagbók látinnar móður minnar sem hún hafði skrifað fyrir 52 árum. Þetta gerði systir okkar án samráðs við okkur og í mikilli óþökk. Þegar ég vann á dagblaði á Englandi fyrirmargt löngu síðan, fór allt í uppnám í fréttaherberginu þegar “copy/paste” virkaði ekki einn daginn og engar fréttir hægt sð setja í blaðið! Þetta þótti mjög fyndið og eftir það var fréttaherbergið kallað “copy/paste”. Eitthvað virðist hafa klikkað hjá copy/paste miðlunum á Íslandi í flestum ef ekki öllum fréttum sem byggðar voru á dagbók móður minnar. Fyrst er þó að nefna að Stundin ákvað að birta hálfrar aldar einkadagbækur móður minnar án þess að biðja um viðeigandi leyfi eða álit annara aðstandenda. Einkadagbækur eiga ekki erindi til neins nema þess sem þær skrifar. Ég velti því fyrir hvað Persónuvernd segi við þessu? Og ekki gátu þessar miðlar náð niður á blað einföldustu staðreyndum: Í einni greininni er ég gift stjúpu minni, þar næst heiti ég Sólveig, svo er mamma komin með nýtt eftirnafn. Ein greinin fer svo rangt með yfirlýsingu okkar pabba og gengur svo langt að saka okkur um lygi í yfirlýsingunni, sem er auðvitað ekki, heldur eru þeir að setja útá þeirra eigin rangmæli. Einnig var skrifað einhverstaðar að yfirlýsing okkar pabba hafi verið skrifuð í kaffihittingi með Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem er ekki rétt, því augljóslega var ég ekki viðstödd þann hitting, þar sem ég var ekki stödd á landinu. Engin rannsókn hefur verið lögð í málið, fyrir utan það að Stundin gróf upp einhvern mætingalista frá Hagaskóla sem sannar ekkert annað en að mamma hafi jú gengið í Hagaskóla og mætt í þær kennslustundir sem hún skráði í dagbækur sínar. Var einhver efi á því? Hvar er nú rannsóknarblaðamennskan? Enginn þessara fjölmiðla hefur haft samband við mig um þetta eða leitast eftir álitum, skoðunum né leyfum frá neinum nema systur minni sem afhenti miðlunum dagbókina án nokkurs samráðs við okkur hin. Heimildir eru einungis hafðar frá einni manneskju. Hefur einhver haft fyrir því að rannsaka hennar bakgrunn? Hún lætur í ljós í þeim viðtölum sem henni hafa boðist að hún hafi verið mikil mömmustelpa, hetjan sem talar máli látinnar móður sinnar og birtir eldgamlar myndir af sér og mömmu sinni. Mætti kannski rifja upp minningargreinina sem hún skrifaði ástúðlega um mömmu sína sem hún elskaði svo heitt? Æji úps! Það er engin minningargrein… Ég velti því fyrir mér hvernig er komið fyrir fjölmiðlum á Íslandi. Hvernig á almenningur að treysta því sem þeir birta í sínum blöðum (um hvaðeina) þegar það er ljóst bara í þessu einstaka máli að þeir geta ekki einu sinni náð nöfnum rétt, hvað þá virt þá gullnu blaðamannareglu að það eru tvær hliðar á öllum málum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun