„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. október 2022 19:45 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. „Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “ Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
„Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “
Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00