„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:09 Þorleifur Þorleifsson var með frábæran stuðningsmannahóp sem hann var afar þakklátur fyrir. @icelandbackyardultra „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Þorleifur varð að sætta sig við tap gegn Mari Järsk í vor en að þessu sinni, með frábærum stuðningi sinna aðstandenda, hafði Þorleifur betur og var bara nokkuð hress þegar hann ræddi við Garp Elísabetarson, eftir að hafa hlaupið í einn og hálfan sólarhring. „Ég er feginn að þetta er búið. Það er ansi kalt í brautinni,“ sagði Þorleifur og bað um vettlinga. „Maður rétt stoppaði til að pissa og stífnaði alveg upp,“ bætti hann við. Þorleifur kláraði 37 hringi, eða samtals 247,9 kílómetra, en í bakgarðshlaupi hlaupa keppendur 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og þurfa svo að fara af stað aftur þegar klukkutíminn er liðinn. Þorleifur þurfti því að hlaupa hring eftir hring og vonast jafnframt eftir því að aðrir gæfust upp. Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn sem hann fékk og var ekki í vafa um hvað væri honum efst í huga eftir sigurinn: „Þakklæti til fjölskyldunnar. Í fyrra leið manni vel og svo bara allt í einu var maður stopp, settist niður á stein og fór að gráta. Núna gekk þetta allt upp. Maður fann að maður vildi ekki svíkja alla, fékk geggjaða aðstoð,“ sagði Þorleifur og faðmaði fjölskylduna sína. Brjálað rok og ískalt Hann er nú kominn með farseðilinn á HM í Tennesse á næsta ári, líkt og sigurvegarar í hverju landi. Núna tekur hins vegar við verðskulduð hvíld frá vinnu: „Ég var bara búinn að bóka tvær vikur í frí. Ég er búinn að fá fullan stuðning frá öllum og endalaust af fólki búið að styðja mann, vinnufélagar og fleiri. Þetta skiptir öllu. Síðasta nótt var alveg mjög erfið. Það var brjálað rok hérna á ákveðnum köflum og manni var ískalt. Svo kom maður inn í skóginn, í skjólið, og varð þá allt of heitt. Eins í morgun. Maður var alveg að bugast en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur og viðurkenndi að auðvitað hefði oft hvarflað að sér að hætta. „Myrkrið er ótrúlega bugandi og þetta fannst mér klikka síðast. Að allt í einu vann myrkrið mig og maður var alveg búinn. Systur mínar, konan og dæturnar spurðu hvað þær gætu gert, og það er bara búin að vera hérna sólarhringsvakt fyrir mig,“ sagði Þorleifur og bætti við að sú vakt gilti raunar fram á morgun. „Ég þarf kannski að láta vita að það þurfi ekki að mæta,“ bætti hann við hlæjandi. Hér að neðan má sjá útsendingu þar sem fylgst er með heimsmeistarakeppninni í beinni víðs vegar um heim.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. 17. október 2022 09:39