Thibaut Courtois, markvörður Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, var valinn markvörður ársins. Hann var hreint út sagt stórkostlegur þegar Real lagði Liverpool 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér sinn 14. Evróputitil. Courtois endaði í 7. sæti í kosningunn um Gullboltann.
Á eftir belgíska markverðinum komu Brasilíumennirnir Alisson Becker [Liverpool] og Ederson ]Manchester City].
— Thibaut Courtois (@thibautcourtois) October 17, 2022
Robert Lewandowski var valinn framherji ársins. Lewandowski var frábær í liði Bayern München á síðustu leiktíð þegar liðið vann þýsku úrvalsdeildina með yfirburðum. Þar skoraði Lewandowski 35 mörk í 34 leikjum ásamt því að leggja upp tvo til viðbótar. Bæjarar duttu hins vegar mjög svo óvænt út gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Lewandowski skoraði 13 mörk í tíu leikjum í keppninni ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Framherjinn spilar fyrir Barcelona á Spáni í dag og hefur skorað 14 mörk í 13 leikjum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Lewandowski endaði í 4. sæti í kosningunni um Gullboltann.
. . .#trophéeGerdMuller pic.twitter.com/M8VU4hcxNJ
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 17, 2022
Hinn 18 ára gamli Pablo Martín Páez Gavira, betur þekktur sem Gavi, hlaut Kopa verðlaunin í ár en þau hlýtur besti ungi leikmaðurinn ár hvert. Samherji hans hjá Barcelona, Pedri, hlaut verðlaunin á síðustu leiktíð.
Only a Kopa Trophy winner could balance the ball like that...
— LaLigaTV (@LaLigaTV) October 17, 2022
Well done Gavi! pic.twitter.com/tMPmrizHzd
Þá var Manchester City valið félag ársins. Liðið varð Englandsmeistari ásamt því að fara alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Real Madrid.
Manchester City is the club of the year!
— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022
Congrats #clubdelannée #ballondor pic.twitter.com/BtftAv5XWL