Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 10:34 Nokkrir hafa látist í árásum Rússa á síðustu dögum en fjórir létust til að mynda í árás í Kænugarði í gær. AP/Yevhenii Zavhorodnii Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56
Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30
Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20