Framtíð ASÍ Arnþór Sigurðsson skrifar 18. október 2022 12:31 Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun