Fótbolti

Nýliðarnir úr botnsætinu eftir jafntefli gegn Brighton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brighton og Nottingham Forest gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Brighton og Nottingham Forest gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bryn Lennon/Getty Images

Nýliðar Nottingham Forest sóttu sitt sjötta stig á tímabilinu er liðið gerði markalaust jafntefli í heimsókn sinni til Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Brighton tók á móti Nottingham Forest í fyrsta leik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld, en ekki er hægt að segja að umferðin hafi hafist á neinni flugeldasýningu.

Heimamenn í Brighton voru sterkari aðilinn í leiknum og reyndu tæplega 20 skot í átt að marki gestanna, en lítið var um opin marktækifæri og leiknum lauk því með markalausu jafntefli.

Brighton situr því nú í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir að hafa leikið tíu leiki, en nýliðar Nottingham Forest lyftur sér upp af botninum og í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir ellefu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×