Fjölmenn lögregluaðgerð í Svarfaðardal í gærkvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2022 10:34 Karlmaðurinn var í beinni útsendingu á Facebook og sýndi lögreglubíla fyrir utan bæinn sinn. Rúður á heimili karlmannsins voru brotnar. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að bæ í Svarfaðardal á Norðurlandi í gærkvöldi vegna karlmanns á fimmtugsaldri. Vegur sem liggur að heimili karlmannsins var lokaður um tíma svo nærsveitungar komust ekki heim til sín. Karlmaðurinn, sem á meðal annars þungan dóm á bakinu fyrir manndráp þegar hann var tæplega tvítugur, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær á meðan lögregla stóð vakt við húsið. Hann var í beinni útsendingu á Facebook í á þriðja klukkutíma. Lögregla reyndi lengi vel að ræða við hann á vettvangi. Þá reyndi lögreglumaður einnig að ná til karlmannsins í gegnum samfélagsmiðla og sagðist vilja hjálpa honum. Auk hefðbundinna lögreglumanna voru vopnaðir sérsveitarmenn með í för. Nágranni sem fréttastofa ræddi við segir karlmanninn „lifa öðruvísi lífi“ en það væri þó ekki svo að þau væru hrædd við hann. Hann væri á móti kerfinu og hefði farið mikinn þegar landinn var bólusettur fyrir Covid-19. Þá deili hann reglulega samsæriskenningum á Facebook. Hann hafi þó reglulega sýnt að hann væri góður til vinnu, reynst öflugur á bæ sínum og tekið að sér verk fyrir annað fólk. Því væri leiðinlegt að sjá ástandið sem hafi skapast við bæinn sem hann leigir og býr á í gær. Lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í gær. Ekki hefur náðst í lögregluna það sem af er degi. Ríkislögreglustjóri vísar á embættið fyrir norðan vegna málsins. Uppfært 21.10.2022 Lögreglan á Norðurlandi eystra segist ekki ætla að tjá sig um aðgerðina í Svarfaðardal og vísar til einkahagsmuna. Lögreglumál Dalvíkurbyggð Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Karlmaðurinn, sem á meðal annars þungan dóm á bakinu fyrir manndráp þegar hann var tæplega tvítugur, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær á meðan lögregla stóð vakt við húsið. Hann var í beinni útsendingu á Facebook í á þriðja klukkutíma. Lögregla reyndi lengi vel að ræða við hann á vettvangi. Þá reyndi lögreglumaður einnig að ná til karlmannsins í gegnum samfélagsmiðla og sagðist vilja hjálpa honum. Auk hefðbundinna lögreglumanna voru vopnaðir sérsveitarmenn með í för. Nágranni sem fréttastofa ræddi við segir karlmanninn „lifa öðruvísi lífi“ en það væri þó ekki svo að þau væru hrædd við hann. Hann væri á móti kerfinu og hefði farið mikinn þegar landinn var bólusettur fyrir Covid-19. Þá deili hann reglulega samsæriskenningum á Facebook. Hann hafi þó reglulega sýnt að hann væri góður til vinnu, reynst öflugur á bæ sínum og tekið að sér verk fyrir annað fólk. Því væri leiðinlegt að sjá ástandið sem hafi skapast við bæinn sem hann leigir og býr á í gær. Lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í gær. Ekki hefur náðst í lögregluna það sem af er degi. Ríkislögreglustjóri vísar á embættið fyrir norðan vegna málsins. Uppfært 21.10.2022 Lögreglan á Norðurlandi eystra segist ekki ætla að tjá sig um aðgerðina í Svarfaðardal og vísar til einkahagsmuna.
Lögreglumál Dalvíkurbyggð Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira