Íhuga að halda fegurðarsamkeppni á Íslandi fyrir konur í stærri stærðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 22:00 Á lokakvöldi keppninnar. Í Japan var haldin á dögunum fegurðarsamkeppnin Today’s Woman fyrir konur í stærri stærðum. Íslensk stúlka sem starfaði við keppnina segir að hugsanlega verði hún haldin á Íslandi í náinni framtíð. „Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum. Japan Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
„Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum.
Japan Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira