Anníe Mist: Viðkvæm vegna magans á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir reynir að hafa jákvæð áhrif á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir vonast til þess að fylgjendur hennar setji sig í spor annarra og hugsi sig vel um áður en þeir gagnrýna. Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er á leiðinni til Texas seinna í þessum mánuði þar sem hún keppir á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin 28. til 30. október. Hún verður þar í hópi marga bestu CrossFit kvenna heims enda þetta árlega mót með þeim stærstu á hverju ári. Það er ekki hægt að heyra annað á okkar CrossFit stjörnu en að hún hafi, eins og fleiri íþróttamenn í fremstu röð, þurft að þola aðfinnslur og óvæga gagnrýni að undanförnu. Anníe Mist er ímynd hreysti og gleði enda þekkt fyrir jákvæðni, keppnisgleði og að láta ekkert setja sig út af laginu í CrossFit keppnunum. Það eina sem Anníe sér á myndinni Anníe viðurkennir samt í nýjasta pistli sinum að hún sé viðkvæm eins og aðrir. Hörkutól vissulega en líka mjúk að innan. Hún skrifar um flotta mynd af sér skælbrosandi að klára krefjandi CrossFit grein. „Þetta er ég, á mínum stað, ánægð og full af sjálfstrausti. Flestir sjá þarna stóra axlarvöðva, skorna handleggi og kraftmikla fætur. Það eina sem ég sé er. Jú, maginn minn,“ skrifar Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Og stundum ekki mikið annað. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er fólk þarna úti sem lifir fyrir að benda á vankanta eða galla annarra,“ skrifaði Anníe. Anníe átti Freyju Mist fyrir rúmum tveimur árum en hefur þegar keppt á tveimur heimsleikum síðan og komst meðal annars á verðlaunapall innan við ári eftir að dóttir hennar kom í heiminn. Anníe Mist bendir á að bak við allt íþróttafólk séu manneskjur og þó að það sé auðvelt að hlusta ekki á það neikvæða þá er erfiðara að gera það þegar á hólminn er komið. Anníe segist hafa glímt við þetta með því að hugsa um hvað mamma hennar, frænkur, vinir og nú dóttir hennar myndu hugsa ef þetta væru þær. Við erum öll viðkvæm „Ég vil að þær sjái ánægju og gleði ásamt því að sjá alla vinnuna sem ég hef lagt á mig,“ skrifaði Anníe. „Það sem ég er að reyna að segja er að við erum öll viðkvæm. Við höfum öll einhver atriði hjá okkur sem við erum ekki sátt með og þegar það er vakin athygli á þeim þá er erfitt að láta það ekki hafa áhrif,“ skrifaði Anníe. „Svo við skulum því vera góð við hvert annað. Við skulum frekar finna leið til að geta daginn betri hjá einhverjum frekar en að skjóta viðkomandi niður. Það krefst ekkert meira af okkur að vera góð og það græða allir á því,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira