Birgir Steinn brotinn og frá í nokkrar vikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2022 11:22 Birgir Steinn Jónsson hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar síðan hann kom til Gróttu 2020. vísir/hulda margrét Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, handarbrotnaði á æfingu liðsins á mánudaginn og verður frá keppni næstu vikurnar. „Ég var bara á æfingu og lenti illa á höndinni með þeim afleiðingum að lítið bein í henni brotnaði. Þetta var bara slys,“ sagði Birgir við Vísi í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið hann missir úr. „Ég verð í gifsi í 3-4 vikur og svo kemur þetta í ljós. Ég hugsa að þetta séu 5-6 vikur en það fer allt eftir því hversu vel gengur.“ Birgir vonast til að ná einhverjum leikjum með Gróttu áður en hið venjubundna stórmótshlé verður gert á Olís-deildinni. En á meðan þurfa Seltirningar að spjara sig án hans og Birgir hefur fulla trú á að það takist. „Við erum með hörku flott lið. Þótt það sé súrt að vera ekki með hef ég fulla trú á þessu liði. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Birgir hefur skorað þrettán mörk í fjórum leikjum í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að Grótta hafi byrjað tímabilið ágætlega er Birgir með báða fætur kyrfilega á jörðinni og tók út úr klisjubankanum, aðspurður um markmið Seltirninga í vetur. „Við erum bara á ákveðinni vegferð. Ég veit þú vilt fá eitthvað en ég ætla bara að nota klisjurnar. Það er bara einn leikur í einu. Mér finnst við vera með það gott lið, jafnvel þótt ég sé ekki með, til að vinna öll lið í deildinni. En við getum líka tapað fyrir öllum liðum á vondum degi,“ sagði Birgir. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Gróttu. Samstarfið hefur verið farsælt fyrir báða aðila og Birgir kveðst ánægður á Nesinu. „Mér líður vel hérna, við fáum topp þjálfun og hérna er gott fólk. Stemmningin er góð og mætingin flott,“ sagði Birgir sem verður í stúkunni í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal á föstudaginn þegar Grótta sækir Fram heim. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Ég var bara á æfingu og lenti illa á höndinni með þeim afleiðingum að lítið bein í henni brotnaði. Þetta var bara slys,“ sagði Birgir við Vísi í dag. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið hann missir úr. „Ég verð í gifsi í 3-4 vikur og svo kemur þetta í ljós. Ég hugsa að þetta séu 5-6 vikur en það fer allt eftir því hversu vel gengur.“ Birgir vonast til að ná einhverjum leikjum með Gróttu áður en hið venjubundna stórmótshlé verður gert á Olís-deildinni. En á meðan þurfa Seltirningar að spjara sig án hans og Birgir hefur fulla trú á að það takist. „Við erum með hörku flott lið. Þótt það sé súrt að vera ekki með hef ég fulla trú á þessu liði. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Birgir hefur skorað þrettán mörk í fjórum leikjum í Olís-deildinni í vetur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að Grótta hafi byrjað tímabilið ágætlega er Birgir með báða fætur kyrfilega á jörðinni og tók út úr klisjubankanum, aðspurður um markmið Seltirninga í vetur. „Við erum bara á ákveðinni vegferð. Ég veit þú vilt fá eitthvað en ég ætla bara að nota klisjurnar. Það er bara einn leikur í einu. Mér finnst við vera með það gott lið, jafnvel þótt ég sé ekki með, til að vinna öll lið í deildinni. En við getum líka tapað fyrir öllum liðum á vondum degi,“ sagði Birgir. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Gróttu. Samstarfið hefur verið farsælt fyrir báða aðila og Birgir kveðst ánægður á Nesinu. „Mér líður vel hérna, við fáum topp þjálfun og hérna er gott fólk. Stemmningin er góð og mætingin flott,“ sagði Birgir sem verður í stúkunni í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal á föstudaginn þegar Grótta sækir Fram heim. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira