Furðufluga vekur athygli í Kringlunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 15:26 Flugan er fjögurra metra löng. Alda Ægisdóttir Risastór furðufluga hefur vakið athygli gesta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í dag. Um er að ræða fjögurra metra listaverk eftir myndlistarnema í Listaháskólanum. „Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“ Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“
Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira