Fótbolti

Leicester spyrnti sér frá botninum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harvey Barnes skoraði seinna mark Leicester.
Harvey Barnes skoraði seinna mark Leicester. Eddie Keogh/Getty Images

Leicester vann sinn annan sigur á tímabilinu er liðið tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-0, Leicester í vil, og liðiðsitur því ekki lengur á botni deildarinnar.

Heimamenn tóku forystuna í leiknum strax á 17. mínútu þegar Robin Koch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Harvey Barnes tvöfaldaði forystu liðsins þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleiknum og staðan því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Gestunum í Leeds tókst ekki að minnka muninn í síðari hálfleik og setja þannig pressu á heimamenn og niðurstaðan því 2-0 sigur Leicester.

Eins og áður segir var þetta aðeins annar sigur Leicester á tímabilinu og liðið situr nú í næst neðsta sæti deildarinnar með átta stig eftir 11 leiki, einu stigi á eftir Leeds sem situr í 16. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×