Slæmar fréttir fyrir bestu CrossFit konur heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 09:00 Tia-Clair Toomey á verðlaunapallinum með Katrínu Tönjy Davíðsdóttur. Enginn önnur kona hefur orðið heimsmeistari í CrossFit frá og með árinu 2015. Instagram/CrossFit Games Það hefur enginn komist nálægt henni undanfarin ár á heimsleikunum í CrossFit og þeir sem héldu að það væri að breytast hafa nú fengið endanlega staðfest að það breytist ekki neitt. Glugginn sem bestu CrossFit konur heims héldu að væri að opnast lokaðist endanlega í gær þegar heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey tilkynnti að hún muni mæta aftur til leiks á næstu heimsleikum. Toomey vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðustu heimsleikum í CrossFit og í lokagreininni tilkynnti lýsandinn að þetta væri líklegast hennar síðasta grein á ferlinum. Hann hefði fengið upplýsingar um það úr herbúðum Toomey sem svo ýtti undir það sjálf með hvernig hún endaði lokagreinina sína á dramatískan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey var þarna búin að setja nýtt met yfir flesta sigra í röð og skiptir þá ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða. Gamla metið var í eigu Matt Fraser sem vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Sú síðasta til að vinna heimsmeistaratitilinn og ekki heita Toomey var okkar Katrín Tanja Davíðsdóttir sem vann tvö ár í röð eða 2015 og 2016. Toomey varð í öðru sæti bæði árin en tók svo yfir og flestir sigrar hennar hafa verið afar sannfærandi. Toomey hafði lent í smá vandræðum í byrjun keppninnar og fann þar aðeins fyrir samkeppninni frá ungum CrossFit konum en það virtist síðan bara kveikja í þeirri áströlsku sem kom sterk til baka og endaði á að vinna enn á ný með miklum yfirburðum. Toomey eyddi ekki orðróminum strax um að hún ætlaði að hætta og um tíma héldu sumir að hún ætlaði í liðakeppnina. Þegar vikur og mánuðir liður frá leikunum fór það aftur á móti að leka út að það væri enn hugur og hungur í bestu CrossFit konu heims. Toomey talaði um það í viðtali að hún ætlaði sér að koma aftur og í gær staðfesti hún það svo í reglulegum Youtube-þætti sínum við hlið eiginmannsins Shane Orr. „Við héldum að það væri best að leggja spilin á borðið og að þið mynduð heyra þetta beint frá okkur. Ég ætla að keppa í eitt ár í viðbót, sagði Tia-Clair Toomey. Þeir sem vildu sjá keppni án hennar fá tækifæri til að sjá það á Rogue Invitational mótinu seinna í þessum mánuði þar sem Anníe Mist Þórisdóttir verður meðal keppenda. Toomey verður á svæðinu í Austin í Texas fylki en mun ekki keppa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zalOk0QIUjE">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sjá meira
Glugginn sem bestu CrossFit konur heims héldu að væri að opnast lokaðist endanlega í gær þegar heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey tilkynnti að hún muni mæta aftur til leiks á næstu heimsleikum. Toomey vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðustu heimsleikum í CrossFit og í lokagreininni tilkynnti lýsandinn að þetta væri líklegast hennar síðasta grein á ferlinum. Hann hefði fengið upplýsingar um það úr herbúðum Toomey sem svo ýtti undir það sjálf með hvernig hún endaði lokagreinina sína á dramatískan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey var þarna búin að setja nýtt met yfir flesta sigra í röð og skiptir þá ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða. Gamla metið var í eigu Matt Fraser sem vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Sú síðasta til að vinna heimsmeistaratitilinn og ekki heita Toomey var okkar Katrín Tanja Davíðsdóttir sem vann tvö ár í röð eða 2015 og 2016. Toomey varð í öðru sæti bæði árin en tók svo yfir og flestir sigrar hennar hafa verið afar sannfærandi. Toomey hafði lent í smá vandræðum í byrjun keppninnar og fann þar aðeins fyrir samkeppninni frá ungum CrossFit konum en það virtist síðan bara kveikja í þeirri áströlsku sem kom sterk til baka og endaði á að vinna enn á ný með miklum yfirburðum. Toomey eyddi ekki orðróminum strax um að hún ætlaði að hætta og um tíma héldu sumir að hún ætlaði í liðakeppnina. Þegar vikur og mánuðir liður frá leikunum fór það aftur á móti að leka út að það væri enn hugur og hungur í bestu CrossFit konu heims. Toomey talaði um það í viðtali að hún ætlaði sér að koma aftur og í gær staðfesti hún það svo í reglulegum Youtube-þætti sínum við hlið eiginmannsins Shane Orr. „Við héldum að það væri best að leggja spilin á borðið og að þið mynduð heyra þetta beint frá okkur. Ég ætla að keppa í eitt ár í viðbót, sagði Tia-Clair Toomey. Þeir sem vildu sjá keppni án hennar fá tækifæri til að sjá það á Rogue Invitational mótinu seinna í þessum mánuði þar sem Anníe Mist Þórisdóttir verður meðal keppenda. Toomey verður á svæðinu í Austin í Texas fylki en mun ekki keppa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zalOk0QIUjE">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sjá meira