„Ef við gleymum að tala til barna og unglinga þá staðnar kirkjan“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 12:23 Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings. Vísir/Vilhelm/Þjóðkirkjan Kirkjuþing var sett við sérstaka athöfn í þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar klukkan 10 í morgun. Nýtt tímabil er að hefjast sem mun standa yfir í fjögur ár. Forseti kirkjuþings segir mestu máli skipta að virkja unga fólkið. Sautján nýir þingfulltrúar koma nú saman í fyrsta sinn á tímabilinu en þingið samanstendur af 29 þingfulltrúum. Þingið fer yfirleitt fram í tveimur lotum á ári, á vorin og á haustin, og stendur yfir í þrjá eða fjóra daga í senn. Það fer meðal annars með fjárstjórnarvald, mótar stefnu kirkjunnar og setur reglur. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings leggur mesta áherslu á æskulýðsmálin. „Þau eru náttúrulega svo mikilvæg af því að ef við gleymum að tala til barna og unglinga og ungra fjölskyldna þá staðnar kirkjan. Því að kirkjan verður að vera lifandi og við verðum að uppfræða unga sem aldna, en fræðsla fyrir ungt fólk og börn er það mikilvægasta í dag að mínu mati,“ segir Drífa. Virkja þurfi kirkjuna Hún segir mikilvægt að kirkjan verði áberandi í samfélaginu; að virkja þurfi kirkjuna. „Ég vil að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni. Ef að okkur misbýður eitthvað þá eigum við að skipta okkur af því. Kirkjan er lifandi samfélag og í kirkjunni erum við yfir 200 þúsund og kirkjan hefur margar raddir. Það er ekki ein rödd, hún hefur margar raddir, og þessar raddir verða að fá að heyrast. Ég legg mikla áherslu á það að fólk veigri sér ekki við því að viðurkenna að það sé kristið og vilji taka þátt í kristilegu samfélagi,“ segir Drífa. Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sautján nýir þingfulltrúar koma nú saman í fyrsta sinn á tímabilinu en þingið samanstendur af 29 þingfulltrúum. Þingið fer yfirleitt fram í tveimur lotum á ári, á vorin og á haustin, og stendur yfir í þrjá eða fjóra daga í senn. Það fer meðal annars með fjárstjórnarvald, mótar stefnu kirkjunnar og setur reglur. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings leggur mesta áherslu á æskulýðsmálin. „Þau eru náttúrulega svo mikilvæg af því að ef við gleymum að tala til barna og unglinga og ungra fjölskyldna þá staðnar kirkjan. Því að kirkjan verður að vera lifandi og við verðum að uppfræða unga sem aldna, en fræðsla fyrir ungt fólk og börn er það mikilvægasta í dag að mínu mati,“ segir Drífa. Virkja þurfi kirkjuna Hún segir mikilvægt að kirkjan verði áberandi í samfélaginu; að virkja þurfi kirkjuna. „Ég vil að kirkjan taki þátt í samfélagsumræðunni. Ef að okkur misbýður eitthvað þá eigum við að skipta okkur af því. Kirkjan er lifandi samfélag og í kirkjunni erum við yfir 200 þúsund og kirkjan hefur margar raddir. Það er ekki ein rödd, hún hefur margar raddir, og þessar raddir verða að fá að heyrast. Ég legg mikla áherslu á það að fólk veigri sér ekki við því að viðurkenna að það sé kristið og vilji taka þátt í kristilegu samfélagi,“ segir Drífa.
Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira