„Mótið er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik komst aftur á sigurbraut eftir 2-5 sigur á Val á Origo-vellinum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Var ánægður með sigurinn en furðaði sig á lengd Bestu deildarinnar. „Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira
„Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Sjá meira