Fótbolti

„Erum eins langt niðri og hægt er“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jürgen Klpp var ómyrkur í máli eftir tap Liverpool gegn Nottingham Forest í gær.
Jürgen Klpp var ómyrkur í máli eftir tap Liverpool gegn Nottingham Forest í gær. Catherine Ivill/Getty Images

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool var ómyrkur í máli eftir afar óvænt tap liðsins gegn botnliði Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Fyrir leikinn hafði Liverpool unnið þrjá leiki í röð, þar á meðal magnaðan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City. Nýliðar Nottingham Forest sátu hins vegar í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sex stig eftir 11 leiki þar sem liðið hafði aðeins unnið einn leik.

Það voru því vægast sagt óvænt úrslitin þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka í gær og niðurstaðan var 1-0 sigur nýliðanna. 

„Við erum eins langt niðri og hægt er að vera,“ sagði Klopp eftir leikinn. 

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá er þetta mikið högg og ég bara skil ekki hvernig okkur tókst að tapa þessum leik.“

Klopp hefur þurft að glíma við mikil meiðslavandræði í herbúðum Liverpool á tímabilinu, en þeor Thiago Alcantara, Luis Diaz, Joel Matip, Naby Keita, Ibrahima Konate og Darwin Nunez voru allir fjarri góðu gamni í gær.

„Við erum búnir að spila þrjá mjög erfiða leiki undanfarna viku og erum ekki með allan leikmannahópinn okkar til taks. Við getum lítið gert í því og þetta er tímabil sem við verðum að komast í gegnum. Við áttum að klára sóknirnar okkar betur í dag. En Nottingham Forest er með gott lið og Steve Cooper er frábær stjóri, en við þurftum á sigri að halda í dag,“ sagði Þjóðverjinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×