Stóru karlarnir Brady og Rodgers litlir í sér eftir helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 10:30 Tom Brady og Aaron Rodgers hafa báðir tapað fleiri leikjum en þeir hafa unnið. Það hefur aldrei gerst áður að þeir séu báðir í þeirri stöðu á sama tíma eftir sjö leiki. Samsett/Getty Tom Brady og Aaron Rodgers eru tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar og því vekur mikla athygli vandræðalega léleg frammistaða þeirra og liða þeirra þessa vikurnar. Aðra helgina í röð gengu þessar goðsagnir af velli með skottið milli lappanna. Í gær töpuðu lið þeirra, Tampa Bay Buccaneers og Green Bay Packers, á móti liðum sem eru að flestra mati í hópi þeirra lélegustu í deildinni. Það er ekki nóg með að bæði liðin þurftu að stilla upp varaleikstjórnanda í leikjum sínum á móti þessum stóru körlum. We might get a brady/Rodgers retirement after this season pic.twitter.com/lyYkPOQsGY— RAIDER ART (@Raider4Life559) October 24, 2022 Það fór hins vegar ekki vel fyrir Brady og Rodgers. Rodgers náði reyndar að bjóða upp á smá spennu en Packers liðið tapaði á endanum 23-21 fyrir Washington Commanders. Brady og félagar steinlágu hins vegar 21-3 á móti Carolina Panthers, liði sem hafði nokkrum dögum áður skipt frá sér sínum besta manni. Green Bay Packers tapaði þarna þriðja leiknum í röð en vikurnar á undan hafði liðið tapað á móti New York Giants (22-27) og New York Jets (10–27). Fyrir þann tíma hafði Packers aldrei tapað tveimur leikjum í röð undir stjórn Matt LaFleur. Gerðist síðast 2002 Tampa Bay Buccaneers tapaði sínum öðrum leik í röð og alls sínum fjórða leik af síðustu fimm. Þetta var aðeins í fimmta sinn á meira en tveggja áratuga ferli Brady þar sem liðið hans skorar þrjú stig eða færri. Aðra helgina í röð var þeim spáð öruggum sigri en aðra helgina í röð var uppskera háðslegt tap. Aðeins einu sinni áður á ferlinum hefur Brady tapað fleiri leikjum en hann hefur unnið í fyrstu sjö umferðunum og það var fyrsta tímabilið hans árið 2002. Tom Brady has started a season 3-4 for the first time since 2002. pic.twitter.com/tA4zjoqNCH— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 23, 2022 „Það líður engum vel með stöðuna sem við erum í eða hvernig við höfum spilað. Við verðum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði hinn 45 ára gamli Tom Brady eftir leikinn. Rodgers er þó sjö árum yngri en þetta er í fyrsta sinn á hans löngum ferli þar sem lið hans hefur tapað fleiri leikjum en það hefur unnið eftir sjö umferðir. Giants liðið á mikilli sigurgöngu New York Giants hélt sigurgöngu sinni áfram með naumum sigri á Jacksonville Jaguars (23-17) en liðið hefur nú unnið sex af sjö leikjum sínum. Nágrannarnir í New York Jets unnu líka sinn fjórða leik í röð og New York liðin eru því bæði í góðum málum. Giants liðið hefur spilað hvern spennuleikinn á fætur öðrum og varð fyrsta liðið til að vinna sex af fyrstu sjö leikjunum þar sem munurinn hefur aldrei verið meira en átta stig. Dak Prescott sneri aftur hjá Dallas Cowboys og liðið vann en það var einkum þökk sé frábærum varnarleik frekar en góðum leik leikstjórnandans. Joe Burrow spilaði frábærlega í 35-17 sigri Cincinnati Bengals á Atlanta Falcons en Burrow og félagar eru aftur farnir að minna á liðið sem fór alla leið í Super Bowl á síðasta tímabili. Kansas City Chiefs vann 44–23 útisigur á San Francisco 49ers í stórleik dagsins en 49ers tefldu fram hlauparanum Christian McCaffrey í þessum leik. Útherjinn Mecole Hardman varð sá fyrsti á tíma Super Bowl til að skora tvö snertimörk með því að hlaupa með boltann í markið en hann skoraði eitt snertimark að auki eftir sendingu frá Patrick Mahomes. Career ranks through 6 games for Brady & Rodgers: pic.twitter.com/jUrHoOMkXy— @ (@FTBeard7) October 17, 2022 Úrslitin í viku sjö: Cardinals-Saints 42-34 Ravens-Browns 20 23-0 Panthers-Buccaneers 21-3 Bengals-Falcons 35-17 Cowboys-Lions 24-6 Titans-Colts 19-10 Giants-Jaguars 23-17 Commanders-Packers 23-21 Raiders-Texans 38-20 Jets-Broncos 16-9 Chiefs-49ers 44-23 Seahawks-Chargers 37-23 Steelers-Dolphins 10-16 NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Í gær töpuðu lið þeirra, Tampa Bay Buccaneers og Green Bay Packers, á móti liðum sem eru að flestra mati í hópi þeirra lélegustu í deildinni. Það er ekki nóg með að bæði liðin þurftu að stilla upp varaleikstjórnanda í leikjum sínum á móti þessum stóru körlum. We might get a brady/Rodgers retirement after this season pic.twitter.com/lyYkPOQsGY— RAIDER ART (@Raider4Life559) October 24, 2022 Það fór hins vegar ekki vel fyrir Brady og Rodgers. Rodgers náði reyndar að bjóða upp á smá spennu en Packers liðið tapaði á endanum 23-21 fyrir Washington Commanders. Brady og félagar steinlágu hins vegar 21-3 á móti Carolina Panthers, liði sem hafði nokkrum dögum áður skipt frá sér sínum besta manni. Green Bay Packers tapaði þarna þriðja leiknum í röð en vikurnar á undan hafði liðið tapað á móti New York Giants (22-27) og New York Jets (10–27). Fyrir þann tíma hafði Packers aldrei tapað tveimur leikjum í röð undir stjórn Matt LaFleur. Gerðist síðast 2002 Tampa Bay Buccaneers tapaði sínum öðrum leik í röð og alls sínum fjórða leik af síðustu fimm. Þetta var aðeins í fimmta sinn á meira en tveggja áratuga ferli Brady þar sem liðið hans skorar þrjú stig eða færri. Aðra helgina í röð var þeim spáð öruggum sigri en aðra helgina í röð var uppskera háðslegt tap. Aðeins einu sinni áður á ferlinum hefur Brady tapað fleiri leikjum en hann hefur unnið í fyrstu sjö umferðunum og það var fyrsta tímabilið hans árið 2002. Tom Brady has started a season 3-4 for the first time since 2002. pic.twitter.com/tA4zjoqNCH— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 23, 2022 „Það líður engum vel með stöðuna sem við erum í eða hvernig við höfum spilað. Við verðum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði hinn 45 ára gamli Tom Brady eftir leikinn. Rodgers er þó sjö árum yngri en þetta er í fyrsta sinn á hans löngum ferli þar sem lið hans hefur tapað fleiri leikjum en það hefur unnið eftir sjö umferðir. Giants liðið á mikilli sigurgöngu New York Giants hélt sigurgöngu sinni áfram með naumum sigri á Jacksonville Jaguars (23-17) en liðið hefur nú unnið sex af sjö leikjum sínum. Nágrannarnir í New York Jets unnu líka sinn fjórða leik í röð og New York liðin eru því bæði í góðum málum. Giants liðið hefur spilað hvern spennuleikinn á fætur öðrum og varð fyrsta liðið til að vinna sex af fyrstu sjö leikjunum þar sem munurinn hefur aldrei verið meira en átta stig. Dak Prescott sneri aftur hjá Dallas Cowboys og liðið vann en það var einkum þökk sé frábærum varnarleik frekar en góðum leik leikstjórnandans. Joe Burrow spilaði frábærlega í 35-17 sigri Cincinnati Bengals á Atlanta Falcons en Burrow og félagar eru aftur farnir að minna á liðið sem fór alla leið í Super Bowl á síðasta tímabili. Kansas City Chiefs vann 44–23 útisigur á San Francisco 49ers í stórleik dagsins en 49ers tefldu fram hlauparanum Christian McCaffrey í þessum leik. Útherjinn Mecole Hardman varð sá fyrsti á tíma Super Bowl til að skora tvö snertimörk með því að hlaupa með boltann í markið en hann skoraði eitt snertimark að auki eftir sendingu frá Patrick Mahomes. Career ranks through 6 games for Brady & Rodgers: pic.twitter.com/jUrHoOMkXy— @ (@FTBeard7) October 17, 2022 Úrslitin í viku sjö: Cardinals-Saints 42-34 Ravens-Browns 20 23-0 Panthers-Buccaneers 21-3 Bengals-Falcons 35-17 Cowboys-Lions 24-6 Titans-Colts 19-10 Giants-Jaguars 23-17 Commanders-Packers 23-21 Raiders-Texans 38-20 Jets-Broncos 16-9 Chiefs-49ers 44-23 Seahawks-Chargers 37-23 Steelers-Dolphins 10-16
Úrslitin í viku sjö: Cardinals-Saints 42-34 Ravens-Browns 20 23-0 Panthers-Buccaneers 21-3 Bengals-Falcons 35-17 Cowboys-Lions 24-6 Titans-Colts 19-10 Giants-Jaguars 23-17 Commanders-Packers 23-21 Raiders-Texans 38-20 Jets-Broncos 16-9 Chiefs-49ers 44-23 Seahawks-Chargers 37-23 Steelers-Dolphins 10-16
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira